Hvernig á að velja sér gönguskó | utilif.is

Hvernig á að velja sér gönguskó?

Þegar maður velur sér útivistarskó (eða gönguskó) er það fyrsta sem þú þarft að spyrja þig að: Hvað ætla ég að gera í þessum skóm? Þar er átt við: 

1. Á hvernig undirlagi verð ég?
2. Hversu þungur verður bakpokinn þinn (ef þú verður með slíkann)?
3. Hversu lengi verður þú á fótum/göngu og á hvaða hraða ætlar þú að ferðast?

Undirlag

Almennt er hægt að tala um þrjár týpur af undirlagi:

Auðveldar slóðar: þá er yfirleitt að finna í dalbotnum, á grassléttum og stórum opnum svæðum. Undirlagið er stabílt og jafnt með fáum litlum brekkum.


Ójafnir slóðar: eru yfirleitt nokkuð tæknilegir og finnast yfirleitt í fjalllendi eða hæðóttu landslagi. Þú munt þurfa að passa þig á grjóti, rótum og leðju. Þrep, hliðarhalli og langvarandi bratt landslag mun reyna á fætur og ökkla.


Utanvega: þetta undirlag er ójafnt, oft óstöðugt með lausu grjóti og þessar leiðir eru oft ekki merktar. Þetta undirlag krefst einbeitingar til að ferðast um með góðum árangri. Þú gætir þurft að klifra yfir hindranir, vaða ár og á köflum nota hendurnar til að klöngrast áfram. Þetta er undirlag fyrir alvöru ævintýri.

Mýkri skór ýta undir náttúrulegar hreyfingar fótanna á auðveldum slóðum. Léttir skór eru einnig þægilegir að ganga í og minnka líkur á þreytu. Dempun eykur á þægindi skósins en er ekki jafn mikilvægt og í utanvegahlaupa skóm.

Eftir því sem undirlagið verður tæknilegra ætti botninn á skónum að verða stífari til að gefa þér meiri stöðugleika. Háir skór vernda og styðja við ökklana. Styrkingar (gúmmí hlíf á tá, hæl hlíf, styrkingar innan og utan á ökkla o.s.frv.) og þykkri botn auka endingu skóna en gera þá að sama skapi þyngri.
Vatnsvörnin í skónum fer eftir veðuraðstæðum hverju sinni. Vatnsheld himna eins og Gore Tex verndar fæturna frá raka en gera það að verkum að skórinn andar ekki eins vel og ella.

Gore Tex skór í þurru veðri og háum hita geta hreinlega orðið of heitir og látið þig byrja að svitna á fótunum. Þú þarft ekki að velja að hafa vatnshelda himnu í skónum þínum. Leður skór eru líka góður kostur, þeir eru töluvert þyngri en bjóða að sama skapi upp á góða vernd og anda. 

Þyngd bakpoka

Þynd bakpokans sem þú berð ætti einnig að hafa í huga þegar þú velur þér útivistarskó. Val þitt á skóm mun ráðast af því hversu afskekkt gangan er og hversu lengi þú munt ganga. Við mælum með að reyna að hafa bakpokann eins léttann og mögulegt er, taka eingöngu nauðsynjar með sér.
Það krefst minni orku að bera léttann bakpoka, það eru minni líkur á að þú meiðist og það er mun auðveldara að bera hann í langan tíma. Þú getur þess vegna valið þér léttari og mýkri skó ef undirlagið leyfir.

Ef þú ert að ganga með tjald, eldunargræjur og mat þá ættir þú að skoða stífari skó til að gefa þér auka stöðugleika. Háir skór munu gefa þér extra stuðning ef þú ert með veika ökkla eða ef undirlagið er tæknilegt.

Lengd og hraði göngunnar

Lengd og hraði göngunnar, plús hversu afskekt gangan er, mun hafa áhrif á hversu þungur bakpokinn þinn er. Ef þú slepptir síðustu málsgrein ættir þú að fletta til baka og lesa hana!

Hugmyndin um lengd göngu er huglæg. Eins klukkustundar ganga á auðveldum slóða mun ekki þreyta þig jafn mikið og eins og eins klukkustunda ganga á lausu grjóti. Líkamlegt ástand þitt og vegalendir sem þú ert vön/vanur að fara mun gera það að verkum að þú getur túlkað orðið „löng“ á annan hátt en aðrir.

Spurðu þig einfaldlega hvort markmiðið þitt virðist vera „stutt“ eða „langt“, þannig að þú veljir þér skó sem eru annaðhvort léttir og mýkri eða skó sem bjóða upp á meiri stöðugleika og stuðning.
Að lokum, ef þú notar skóna þína mjög mikið þá ættir þú að leita að skóm sem eru sérstyrktir og með þykkum sóla svo að þeir endist lengur.

Á hvaða stigi ert þú?

Taktu þér tíma og hugsaðu um á hvaða stigi þú ert göngulega séð.
Svaraðu þessum þremur spurningum á skýrann og hreinskilinn hátt til að komast að því á hvaða stigi þú ert:

  • Hversu oft ferðu í göngur/hlaup?
  • Hversu mikla útivistar reynslu hefur þú?
  • Á hvernig undirlagi ertu yfirleitt?

Það að vita á hvaða stigi þú ert mun hjálpa þér að ákveða hvaða skór munu henta þér best, annaðhvort skór með góðum ökklastuðningi eða léttari skór (með færri styrkingum og lægri fyrir frjálsari ökkla hreyfingar).

Í hvernig formi ertu?

Þetta er önnur spurning sem þú þarft að spyrja þig að til að meta á hvaða stigi þú ert og koma í veg fyrir að þú gerir mistök við val á skóm sem þú kaupir þér. Leggðu mat á formið þitt á hlutlægan hátt.


Til dæmis, þú hefur aðeins verið að ganga í nokkra mánuði og ert ennþá frekar óreynd/ur en ert að bæta þig hratt þar sem þú ert að ganga reglulega. Göngurnar sem þú ferð í eru að verða meira og meira metnaðarfyllri og tæknilegri. Þú hefur aldrei slasað þig á ökkla í göngu og þú ert í góðu líkamlegu ástandi þar sem þú stundar líka aðrar þolíþróttir.
Ef þetta á við þig þá skaltu velja þér létta, lága skó sem munu gefa þér frjálsari fótahreyfingar.

Annað dæmi er ef þú ert reynd/ur göngukona/maður og ert búinn að ganga í nokkur ár í fjalllendi en tognun á ökkla þýðir að þú þurftir að taka pásu í nokkra mánuði. Varst þú vön/vanur að ganga í lágum skóm?  Ef svo er þá vantar þig skó með öklastuðningi.
Veldu þér skó sem eru stöðugir og háir þar sem þeir munu styðja við öklana. Þú getur tekið fram gömlu lágu skóna þegar þú hefur náð þér að fullu.

Gönguskór - konur

Konur

Útivistarskó einkenni

Eftir að þú ert búin/n að fara yfir göngureynslu þína þarftu að ákveða hvaða einkenni eru mikilvæg fyrir þig.

Öflugir skór 

Harður, öflugur skór býður þér upp á stöðugleika í tæknilegu undirlagi.
Mýkri skór fylgir eftir hreyfingum fótanna og gefa þér frjálsari hreyfingar ef fóturinn á þér kemur rétt niður á undirlagið.

Háir eða lágir skór

Háir skór styðja við ökklana þína og lágir skór leyfa frjálsari ökkla hreyfingar.
Það eru einnig til miðlungsháir skór sem eru mitt á milli hárra og lágra, þeir ná upp að ökklabeini.

Aukin vernd eða léttari skór

Skór sem hafa auka styrkingar (gúmmí hlíf á tá, hæl hlíf, styrkingar innan og utan á ökkla o.s.frv.) gefa þér aukna vernd og endast lengur ef þú ert að ganga í miklum bratta, mjög grófum slóðum eða utanvega. Þykkari sóli verndar iljarnar þínar.

Léttari skór minnka líkur á þreytu en eru ekki eins endingargóðir.

Gönguskór - Karlar

Karlar

Máta máta máta

Þegar þú ert búinn staðsetja á hvaða stigi þú ert og búin/n að skoða mismunandi merki og týpur og finna út hvað hentar þér best. Þarftu að fara og máta áður en þú kaupir þá.

Byrjaðu á því að fara í góða göngu sokka.

Jafnvel þó að skórnir séu nýjir og hvað sem þeir kosta, þá ætti þú ekki að finna fyrir neinum pressupunktum á fætinum þínum.

Hvernig skórinn passar (lögun hans og rúmmál að innan) á að vera sambærilegt hvernig fóturinn á þér er (en ekki á hinn veginn!). Þú þarft að geta á auðveldan hátt lagað skóinn að þér án þess að þurfa að toga fast í reimarnar, sama hvaða reimakerfi er á þeim, venjulegt eða Quick Lace.

Hvernig á að velja rétta stærð?

- Þú ættir helst að prófa nokkrar týpur í lok dags í sokkunum sem þú gengur vanalega í. Vegna þessa að fæturnir þrútna yfirleitt aðeins yfir daginn (svipað og gerist á lengri göngum).

- Þegar reimarnar eru lausar átt þú geta komið einum fingri niður í skóinn aftan við hælinn með tærnar alveg fremst í skónum.

- Ef þú ert á milli stærða, taktu alltaf stærri stærðina þar sem fæturnir þrútna á göngu. Þú getur á auðveldan hátt minnkað rúmmálið á skó sem er aðeins of stór með því að setja auka innlegg. Það er ekki eins auðvelt á hinn veginn!

- Líkamlegt form þitt breytist reglulega eftir því hvað þú ert að gera og reglulegt endurmat á göngu stigi þínu gerir þér kleift að uppfæra búnaðinn í samræmi við það….byrjaðu á skónum!

Starfsfólk Útilífs býr að mikilli þekkingu í ýmiss konar útivist og hún ásamt mikilli þekkingu á vörum okkar getur hjálpað þér mikið við að finna réttu skóna fyrir þig!

Fleiri færslur

Þorsteinn Roy

Þorsteinn er þriðji íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.

Bjartur Týr

Bjartur er annar íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.