Hvers vegna skiptir máli að næra sig með orkugelum og drykkjum þegar þú hleypur?
Hvort sem þú ert að undirbúa þig fyrir maraþon, æfa fyrir þitt fyrsta hálfmaraþon eða taka þátt í erfiðum interval æfingum, þá er eitt sem þú mátt aldrei vanmeta: næring á meðan hlaupi stendur. Hún getur gert gæfumuninn hvort sem það er í formi betri frammistöðu, stöðugs orkuástands eða einfaldlega betri líðanar í líkamanum.
Þar koma Neversecond orkugel og íþróttadrykkir sterk inn. Þessar vörur eru byggðar á vísindalegum rannsóknum, prófaðar í alþjóðlegum elítukeppnum og hannaðar með það í huga að hjálpa þér að ná þínum markmiðum.
Þú þarft orku! Meira en þú heldur
Viðbragð líkamans við erfiðri æfingu eða keppni er orkukræft. Á hlaupum sem vara lengur en 60 mínútur, sérstaklega þegar þú hleypur á miklu álagi (80–90% af hámarksálagi), getur líkaminn brennt 600–1000 hitaeiningum á klukkustund. Líkaminn á aðeins um 90 mínútna birgðir af glýkógeni og þegar þær tæmast kemur þreyta, hraðamissir og stundum „veggurinn“.
Með Neversecond orkugelum eða C-Series drykkjum getur þú endurhlaðið kolvetnabirgðir reglulega og haldið líkamanum í hámarksafköstum. Markmiðið er að neyta 60–90g af kolvetnum á klst., sem samsvarar u.þ.b. 240–360 kaloríum, til að hámarka orkuupptöku án meltingarvandamála. Neversecond gerir þetta auðvelt með nákvæmri merkingu á hverri vöru.