Ný útivistarverslun Útilífs í Skeifunni 1 | utilif.is

Þann 17. febrúar 2023 opnaði Útilíf nýja glæsilega útivistarverslun í Skeifunni 11d. 

Verslunin var hönnuð af Arkitektastofunni Gláma Kím og Ernu Einarsdóttur. Allt efnisval tekur mið af sjálfbærni, samvist og virðingu fyrir náttúrunni. Marcus Oakley og Bergrún Adda gerðu teikn­ing­arnar en Brú Stra­tegy sá um stefnu­mót­un og hönn­un.

Förum lengra

Hvert sem markmiðið, áskorunin, íþróttin eða ferðalagið er, þá býður Útilíf upp á búnaðinn og ráðgjöfina til að komast lengra. Við tökum viðskiptavini okkar áfram, erum hvetjandi og hugsum heildstætt um hvað þeirra þarfir og markmið eru.

Við deilum áhugamálum og metnaði með viðskiptavinum okkar og elskum að sjá þá ná árangri. 

Við vilj­um vera sá staður sem fólk leit­ar fyrst til og lang­ar að vera á. Í Skeif­unni mun fólk ekki bara fá viðeig­andi búnað til þess að kom­ast á leiðar­enda held­ur einnig ráðgjöf frá fag­fólki og reynslu­bolt­um

Elín Tinna Logadóttir framkvæmdastjóri Útilífs.

Í versluninni má finna tvær teiknaðar myndir úr íslenskri náttúru. 

Kirkjan í Dimmuborgum

Hraunið sem rann þegar Dimmuborgir mynduðust kom
frá eldgosi í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir um 2000 árum og er það mesta hraungos sem orðið hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Dimmuborgir eru staðsettar
í lægð og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í þessa lægð og smám saman fyllt hana af bráðnu hrauni. 

Eftir Bergrúnu Öddu Pálsdóttir

Svínafellsjökull

Svínafellsjökull er skriðjökull sem fellur vestsuðvestur úr Öræfajökli

Eftir Marcus Oakley

Fleiri færslur

Tískuvikan í París 2024

Tískuvikan í París er árlegur viðburður þar sem að hönnuðir og framleiðendur hittast, en ekki bara til þess að sýna og selja nýjustu fatalínur heldur einnig til að fagna saman og kynnast nýju fólki.

Sér opnunartímar