Hvernig á að velja sér utanvegahlaupaskó?
Hver er munurinn á götuhlaupaskóm og utanvegahlaupaskóm?
Meginmunurinn á götuhlaupaskó og utanvegahlaupaskó er á hvaða undirlagi hann er notaður. Í utanvegahlaupaskóm er best að hafa skó með góðu gripi, vörn, stuðning og stöðugleika fyrir ójafnt undirlag.
Grip
Því dýpra mynstur á sólanum, því betra grip gefur skórinn í mýkra og lausari undirlagi. Styttri, þéttari og breiðari mynstur er nóg á harðari stígum sem gefur betri stöðugleika og hagkvæmni.
Mikið af utanvegahlaupaskóm hafa milligrófann sóla sem gerir okkur kleift að nota hann í flest öllum aðstæðum.
Vörn
Utanvegahlaupaskór hafa yfirleitt meiri vörn heldur en götuhlaupaskór. Auka vörn yfir tábergið, þykkari yfirbygging og sumir hafa harða plötu í sólanum sem vernda fyrir oddhvössum steinum.
Því eru utanvegahlaupaskór yfirleitt mjög endingagóðir þrátt fyrir grófa undirlagið sem þeir eru notaðir á.
Stuðningur og stöðugleiki
Gott er að hafa góðan stuðning undir fætinum, sem heldur manni vel í erfiðu undirlagi og bröttum brekkum.
Stífari skór getur hjálpað að auka stöðugleika og getur gefið þér betra sjálfstraust í erfiðari aðstæðum. Mýkri skór gefa þá minni stöðugleika í erfiðum aðstæðum en henta vel á harðari undirlagi og í rólegri hlaupum.
Hvaða eiginleikum á ég að leita eftir í utanvegahlaupaskóm?
Að hafa skó sem sérstaklega eru hannaðir fyrir það undirlag sem þú hleypur á getur hjálpað að auka sjálfstraust og getu á stígunum eða utan vega.
En þar sem endalausir möguleikar eru af mismunandi skóm, hvernig skó ætti ég að velja?
Þá er best að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
- Á hvernig undirlagi mun ég hlaupa?
- Hver eru mín markmið í hlaupum?
- Hvaða vegalengdir ætla ég að hlaupa?