Tískuvikan í París 2024 | utilif.is

Tískuvikan í París er árlegur viðburður þar sem að hönnuðir og framleiðendur hittast, en ekki bara til þess að sýna og selja nýjustu fatalínur heldur einnig til að fagna saman og kynnast nýju fólki.

Erna Einarsdóttir innkaupastjóri og Hilmar Mathiesen frá markaðsteyminu fóru og hittu nokkur vörumerki sem Útilíf hefur verið í samtali við og fengu að skoða úrvalið fyrir næsta sumar. 

Hér að neðan kemur stutt lýsing og frásögn frá þessum dögum með örlitla innsýn í hvers má vænta næsta sumars hjá okkur í Útilífi.

Dagur 1:

Við byrjuðum ferðina á heimsókn til District Vision sem eru að gera mjög spennandi hluti í fatnaði, gleraugum og aukahlutum. District Vision er stofnað árið 2016 þar sem áherslan var lögð á þróun á gleraugum sem hefur síðan teygt sig yfir í fatnað. Markmið við stofun á District Vision var að innleiða og vekja meiri athygli á hugleiðslu á hlaupum. Út frá þessu sjónarhorni má sjá að hönnun á gleraugum og fatnaði leggur mikla áherslu að veita sem minnstu truflun á meðan hlaupinu stendur. Fatnaðurinn og gleraugun eru stílhrein og úr einstaklega tæknilegum efnum sem stuðla að einbeiting hlauparans er sem mest varin í hlaupið en ekki aðra truflun.

UNNA X MERRELL morgun hlaup

Dagur 2:

Okkur var boðið að taka þátt í hlaupi um Le Marais hverfið með UNNA og Merrell. Þar fengum við að prófa nýja utanvegahlaupaskó frá Merrell og UNNA gaf húfur og sokka til þess að prófa. Eftir það fórum við að hitta Satisfy Running og fengum að skoða hvað er í boði hjá þeim fyrir sumarlínuna 2025.

Dagur 3:

Við byrjuðum daginn á því að funda með UNNA og skoða hvað þau eru með fyrir stafni næsta sumar. Unna er sænskt íþróttamerki sem leggur mikið uppúr því að auka gleði við hreyfinu. Þeirra einkunnar orð eru ekki að sigra heldur að hafa gaman og vinna á þínum eigin forsendum. Eftir það fórum við í garðpartý hjá Snow Peak og skoðuðum sýningarsalinn og vörur frá þeim og Houdini sem deildu rými.

Fleiri færslur

Hvernig á að velja sér utanvegahlaupaskó

Undirlag, vegalegnd, ástíð. Það þarf að hafa mikið í huga við val á hlaupaskóm og þessi fræðsla hjálpar þér að einfalda valið og passar að þú lendir á rétta skóparinu

Reykjavíkurmaraþon 2024

Nokkrar myndir frá Reykjavíkurmaraþoninu 2024