Hvernig á að velja sér hlaupavesti? | utilif.is

Hlaupavesti eru orðinn nauðsynlegur hluti af búnaði í hlaupum og hefur notkun þeirra farið vaxandi síðustu ár.

Götuhlaup

Fyrir styttri götuhlaup innanbæjar, innan við klukkutími að lengd, er ólíklegt að þú þurfir á vesti eða poka að halda. Hlaupabelti gæti hinsvegar verið sniðug lausn svo þú getir haft meðferðis vökva í litlu magni á heitari dögum, síma eða smá næringu til að borða eftir eða á meðan hlaupinu stendur.

Fyrir lengri götuhlaup (með smá utanvegahlaupum í bland) ættir þú að skoða hlaupabelti eða minni hlaupavesti (5 lítra eða minna). Það ætti að vera meira en nóg til að tryggja næga vökvainntöku á meðan hlaupinu stendur.

Hlaupabelti

Image of product image 0

Litur

7.900 kr
Image of product image 0

Litur

6.990 kr
Image of product image 0

Litur

6.900 kr
Image of product image 0

Tilboð  -50%

Litur

- 50%Frá 7.990 kr
Frá 3.995 kr
- 50%Frá 7.990 kr
Image of product image 0

Litur

7.990 kr

Utanvegahlaup

Utanvegahlauparar þurfa að treysta meira á sjálfan sig heldur en götuhlauparar. Þá er ekki aðeins þörf á að huga að vökva- og næringarinntöku heldur þarf að hugsa um öryggi þitt og annarra. Þú þarft að hafa með þér nauðsynlegan búnað sem hentar þeim aðstæðum og umhverfi sem hlaupið er í. Flestar keppnir krefjast ákveðins skyldubúnaðar sem gott er að kynna sér vel fyrir keppni.

Hlaupavesti eða multi-activity bakpoki

Hlaupavesti eru sérstaklega hönnuð fyrir hlaup. Þau sitja ofarlega og þétt að líkamanum til að minnka hreyfingu og koma í veg fyrir nuddsár.

Multi-activity bakpokar eru fjölhæfir bakpokar sem hægt er að nota við mismunandi hreyfingu. Þeir er sniðugir ef þú hleypur lítið eða ert nýbyjaður að hlaupa og getur einnig notað þá sem göngupoka og hjólapoka. Ókosturinn við þá er sá að þeir eiga það til að hreyfast meira og skoppa til á bakinu á hlaupum sem getur fljótt orðið truflandi og jafnvel leitt til nuddsára.

Við val á hlaupavesti skiptir vegalengdin sem hlaupin er lykil máli ásamt magni af búnaði sem tekinn er með.

Hlaupavesti

Image of product image 0

Litur

27.900 kr
Image of product image 0

Litur

Frá
Frá 29.900 kr
Frá
Image of product image 0

Litur

29.990 kr
Hversu stórt hlaupavesti þarf ég miðað við vegalengdina sem ég hleyp?

Rúmmálið á hlaupavestinu fer eftir lengdinni á hlaupinu sem þú hleypur ásamt veðri, fjarlægð frá byggð og lengd á milli drykkjastöðva í keppnum.

Ef þú ert ein/n á hlaupum án aðstoðar:
– Innan við 1 klukkutími: Hlaupabelti og jafnvel 5L hlaupavesti.
– 1 til 3 klukkutímar: 5L hlaupavesti.
– 3 til 5 klukkutímar: 5- 10L hlaupavesti
– Ultra-hlaup án aðstoðar: 12L hlaupavesti.

Í góðu hlaupavesti átt þú að geta náð í allan þinn búnað án þess að taka vestið af þér. Ef þú vilt spara sem mestan tíma og orku, hjálpar að geta auðveldlega náð í vökva, mat, auka fatnað, hlaupastafi o.s.frv. Hentugt er að vera með vatnsflöskur framan á vestinu og koma öll Salomon hlaupavesti með tveimur 500ml brúsum sem hægt er að geyma í sérstökum vösum að framan og auðveldlega hægt að drekka úr þeim án þess að taka úr vestinu. Þegar notast er við hlaupabelti getur verið gott að eiga litla flösku sem hægt er að hafa með sér á heitari dögum.

Ef þú notar stærri drykkjarblöðru er mikilvægt að koma henni vel fyrir til að minnka hreyfingu á blöðrunni. Mörg hlaupavesti og bakpokar hafa sérstök hólf eða festingar til að hjálpa að halda henni kyrri. Salomon Adv hlaupavestin hafa sérstök drykkjablöðruhólf en Salomon Sense Pro vestin gera það ekki.

Aukahlutir fyrir vesti

Image of product image 0

Litur

7.990 kr
Image of product image 0

Litur

2.490 kr

Vasar og geymsla

Best er að skipuleggja hvernig raðað er í vestið þannig að þú náir nokkuð auðveldlega í allt sem þú ert með svo þú þurfir ekki að stoppa og taka af þér vestið til að ná í jakka, mat, vatn eða stafi. 
Ef þú hleypur með hlaupastafi er gott að vera með hlaupavesti sem hefur ákveðinn stað til að geyma þá á. Bæði Salomon Adv hlaupavestin og Salomon Sense Pro vestin hafa a.m.k. tvo mismunandi staði til að geyma stafi og hægt er að fá sérstakt slíður sem fest er á hlaupavestin til að geyma þá.

Fleiri færslur

Tískuvikan í París 2024

Tískuvikan í París er árlegur viðburður þar sem að hönnuðir og framleiðendur hittast, en ekki bara til þess að sýna og selja nýjustu fatalínur heldur einnig til að fagna saman og kynnast nýju fólki.

Þorsteinn Roy

Þorsteinn er þriðji íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.