Gönguskíðaráð | utilif.is
ÚtilífThe North Face

Við töluðum við Andreu Kolbeinsdóttur, íþróttakonu Útilífs og landsliðskonu í gönguskíðum, um hvernig væri bæst að byrja á gönguskíðum. Hún kom með fjóra góða punkta:  



Gönguskíði er mikil tækniíþrótt svo það munar öllu að fá einhvern með sér sem kann þetta eða fara á námskeið til að læra grunntökin.



Ekki vera hrædd/ur við að detta…þá ertu fljótari að taka bætingum í staðinn fyrir að fara rosalega varlega og aldrei detta. 



Klæddu þig vel, en ekki of vel. Það er vissulega kaldara að skíða uppi í fjalli en að hlaupa niðri við sjó, en þú ert á það mikilli hreyfingu að þykk dúnúlpa gæti bara verið fyrir þér.



Ekki gefast upp! Það tekur tíma að ná þessu og æfa jafnvægið en hafðu gaman af því. Áður en þú veist af hlakkar þú til í hvert sinn sem það er skíðafært úti!

Tengdar vörur

Fleiri færslur

Næring fyrir konur í íþróttum

Næring kvenna er ólík næringu karla í úthaldsíþróttum þar sem konur hafa aðra hormónastarfsemi. Lestu meira hérna

Næring á hlaupum

Hvers vegna skiptir máli að næra sig með orkugelum og drykkjum þegar þú hleypur?