Útilíf býður Bjart Tý velkominn í samfélag Afreksfólks. Bjartur er annar íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.
Bjartur Týr er reynslumikill í ísklifri og fjallamennsku og er einn sá fremsti á Íslandi innan þess heims. Bjartur er 30 ára og er búsettur í Chamonix en kemur til Íslands yfir veturinn og starfar við leiðsögn í fjallaskíðamennsku. Undanfarin ár hefur Bjartur unnið að IFMGA (International Federation of Mountain Guides Associatons) vottun sem hann lýkur á næsta ári og hafa aðeins örfáir Íslendingar náð þeim árangri.