Útilíf býður Andreu Kolbeinsdóttur velkomna í nýtt samfélag Afreksfólks. Andrea er fyrsti íþróttakappi verkefnisins sem ætlar að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.
Andrea er 24 ára og einn öflugasti langhlaupari Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Andrea sigraði Laugavegshlaupið 2021, 2022 og 2023 þar sem hún bætti brautarmet kvenna öll árin. Einnig sigraði hún Reykjavíkurmaraþonið 2022 í kvennaflokki og var sjötta í mark í heildina.
Þá er Andrea einnig íslandsmeistari í skíðagöngu. Samhliða þessum árangri hefur Andrea lagt stund á læknisfræði en í haust mun hún taka sér frí frá náminu og setja atvinnumennsku í hlaupum í forgang.
"Það er eitthvað við það að ögra sjálfum sér og fara út fyrir þægindarammann"
Fleiri færslur
Hvernig skal klæða sig í fjallið?
Við tókum saman helst upplýsingar okkar fatnað og samsetningu á honum til passa góða öndun halda í góða vörn gegn veðrinu
Hvernig á að velja sér utanvegahlaupaskó
Undirlag, vegalegnd, ástíð. Það þarf að hafa mikið í huga við val á hlaupaskóm og þessi fræðsla hjálpar þér að einfalda valið og passar að þú lendir á rétta skóparinu