Mikael Karlsson eða Mikki eins og við flest köllum hann er útivistarsérfræðingur hjá okkur í Skeifunni 11. Hann er fær útivistarkappi og lætur kulda og myrkur ekki stoppa sig í ævintýraleitinni. Um daginn fór hann á ferðaskíðum í Bláfjöll og tók tjaldið sitt með. Hann gisti þar eina nótt þar sem að frost náði um -8 til -10 gráðum. Við fengum nokkra góða punkta frá honum yfir hvað skal hafa í huga fyrir svona ferð og smá umfjöllun um búnaðinn sem að hann notaði.
Nokkrir punktar frá Mikka:
Áður en lengra er haldið mæli ég með að taka alvöru 4ra árstíða tjald í vetrarferðir þegar allra veðra er von.
Vetrarútilegur er frábærar. Það er ekkert sem jafnast á við að sofa í svellköldu tjaldi, með hitapoka í svefnpokanum og láta kuldan leika um sig að nóttu til.
Kuldi er nefnilega bara það. Kuldi. Það sem vegur á móti honum er hiti og einangrun. Maður hefur ekkert að óttast ef maður er rétt klæddur, með nóg að borða og í rétta tjaldinu.
Tindheim er vottað 3ja árstíða tjald en var prófað hér í fjórðu árstíðinni og í fimbulkulda að einskærri forvitni um hvernig það myndi hegða sér og virka. Það sem þarf að hafa í huga með braggatjöld (e. Tunnel tents) er vindáttin. Best er að tjalda þeim upp í vindinn eða grafa niður og staga vel svo að maður geti sofið vært, vitandi að tjaldið sé ekki að taka of mikinn vind á sig yfir nóttina.
Kúlutjöld geta hentað betur í fjórðu árstíðinni ef von er á snjókomu eða skafrenning vegna þess þau standa betur af sér snjóþyngsl og snúnings vindátta.
Fyrir kunnuga er hönnunin MSR Tindheim sígild skandinavísk hönnun sem hefur sannað sig í gegnum áratugina sem einstaklega veðurþolin lögun. Þessi lögun hentar íslenskri veðráttu einkan vel og get ég ekki beðið eftir að prófa tjaldið í alvöru vindkviðum.
Tengdar vörur
Fleiri færslur
Hvernig á að velja sér utanvegahlaupaskó
Undirlag, vegalegnd, ástíð. Það þarf að hafa mikið í huga við val á hlaupaskóm og þessi fræðsla hjálpar þér að einfalda valið og passar að þú lendir á rétta skóparinu
Hvernig skal klæða sig í fjallið?
Við tókum saman helst upplýsingar okkar fatnað og samsetningu á honum til passa góða öndun halda í góða vörn gegn veðrinu