Útilíf býður Þorstein Roy velkominn í samfélag Afreksfólks. Þorsteinn er þriðji íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.
Þorsteinn Roy er með fremstu hlaupurum landsins og hefur undanfarin ár náð frábærum árangri í bæði utanvega- og götuhlaupum. Hann byrjaði árið 2024 af krafti og varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi í Víðavangshlaupi ÍR. Þorsteinn er einnig í íslenska landsliðinu í utanvegahlaupum sem mun á næstu dögum keppa á evrópumóti í Annecy í Frakklandi.
Þorsteini er margt til lista lagt og ásamt afrekum í hlaupagreinum hefur hann stundað nám við sjúkraþjálfun og tekið fjöldan allan af ljósmyndum og myndefni víðsvegar um landið.
Fleiri færslur
Hvernig skal klæða sig í fjallið?
Við tókum saman helst upplýsingar okkar fatnað og samsetningu á honum til passa góða öndun halda í góða vörn gegn veðrinu
Hvernig á að velja sér utanvegahlaupaskó
Undirlag, vegalegnd, ástíð. Það þarf að hafa mikið í huga við val á hlaupaskóm og þessi fræðsla hjálpar þér að einfalda valið og passar að þú lendir á rétta skóparinu