Þorsteinn Roy | utilif.is

Útilíf býður Þorstein Roy velkominn í samfélag Afreksfólks. Þorsteinn er þriðji íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.

Þorsteinn Roy er með fremstu hlaupurum landsins og hefur undanfarin ár náð frábærum árangri í bæði utanvega- og götuhlaupum. Hann byrjaði árið 2024 af krafti og varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi í Víðavangshlaupi ÍR. Þorsteinn er einnig í íslenska landsliðinu í utanvegahlaupum sem mun á næstu dögum keppa á evrópumóti í Annecy í Frakklandi.
Þorsteini er margt til lista lagt og ásamt afrekum í hlaupagreinum hefur hann stundað nám við sjúkraþjálfun og tekið fjöldan allan af ljósmyndum og myndefni víðsvegar um landið.

Fleiri færslur

Tískuvikan í París 2024

Tískuvikan í París er árlegur viðburður þar sem að hönnuðir og framleiðendur hittast, en ekki bara til þess að sýna og selja nýjustu fatalínur heldur einnig til að fagna saman og kynnast nýju fólki.

Bjartur Týr

Bjartur er annar íþróttakappi verkefnisins sem ætlað er að styðja við fjölbreyttan hóp einstaklinga sem stefna lengra í sinni íþrótt.