Þorsteinn Roy er einn fremsti utanvegahlaupari landsins og góður vinur Útilífs. Hann stundar nám í sjúkraþjálfun ásamt því að æfa hlaup af miklu kappi.
Þorsteinn hefur verið áberandi undanfarin ár fyrir framúrskarandi árangur í utanvega og götuhlaupum. Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með honum í hans ævintýrum.
Við fengum hann með til þess að velja sér óskalista fyrir jólin.
Kynntu þér úrvalið hér að neðan og undirbúðu þig að koma þér að óvart!