Huge hálfrennd peysa | utilif.is

Huge hálfrennd peysa

V011642

Fjölhæf peysa úr ullarblöndu, rennd hálfa leið

Huge peysan er létt milli- eða grunnlag fyrir krefjandi hreyfingar og ævintýri eins og hraðar fjallgöngur, skíði og alpaklifur. Peysan er bæði hlý og fljótþornandi og hönnuð til að vera þægileg með bakpoka og undir skeljalög. Huge Half Zip peysan er smíðuð úr Norna® efninu frá Klättermusen sem dregur raka frá húðinni og dreifir honum svo út til að þorna hratt með burðarprjóni sem byggir upp loft nálægt húðinni fyrir enn hraðari þurrkun og hlýju. Peysan er með rennilás niður að bringu, hökuhlíf og laskalínu ermum fyrir fjölhæfa notkun.

Helstu eiginleikar: 

  • Efni sem þornar fljótt og hrindir frá sér vatni
  • Þumalfingurs grip innbyggt í ermaenda
  • Hliðar saumar færðir fram til að minnka núning
  • Laskalínu ermar
  • Engir saumar á öxlum
  • Hökuhlíf við rennilás

Tilvalin í:

  • Göngur
  • Klifur
  • Skíði
  • Hraða hreyfingu

Efnasamsetning:

Norna® - 43% Polyester, 40% Post-Consumer Recycled Polyester, 17% Merino Wool, 210 g/m²

Norna® Construction efnið frá Klättermusen er byggt á einfaldri en áhrifaríkri samsetningu vatnsfælna og vatnssækinna íhluta. Vatnssækinn grunnur garnsins er ull sem skapar hlýju og dregur í sig raka frá líkamanum á meðan vatnsfælinn toppur dregur rakann frá líkamanum. Ásamt burðarprjóni sem byggir upp loft nálægt líkamanum þýðir það að efnið þornar enn hraðar og heldur meiri hlýju, án þess að þörf sé á efnafræðilegum meðferðum.

Alþjóðleg vottun um endurvinnslu.

Frammistaða:

  • Þyngd 350 g
  • Lengd á baki í M 69 cm
  • Flúorkolefnis laus vara

Stærð og snið:

Aðsniðin sem innra lag

Efnið er teygjanlegt. 

Þvottur og umhirða:

Þvoið við hægan snúning í vél við 30°C. Notið þvottaefni án klórs. Setja ekki í þurrkara né þurrhreinsun. Leggið peysuna flata til þerris.