Hlaupaskórinn sem passar: Hvernig á að velja eftir reynslu, undirlagi og markmiði
Það er fátt sem getur gert jafn mikinn mun í hlaupum og réttir skór – og samt er valið oft ruglingslegt. Úrvalið er mikið, tækniorðin mörg og fólk endar stundum með skó sem líta vel út á pappír en virka illa á fæti. Góðu fréttirnar eru að rétt val þarf ekki að vera flókið: flestir finna rétta parið með því að forgangsraða skósniði, þægindum og hvaða hlutverki skórinn á að gegna í æfingunum. Hér er leiðarvísir sem hentar þremur algengum hlauparaprófílum – frá byrjanda að reynsluboltanum.
Vinnuhesturinn.
Snið og stærð
Mikilvægasta reglan er snið. Hlaupaskór á að vera þægilegur strax, ekki „skárri eftir nokkrar vikur“. Fóturinn bólgnar oft aðeins upp í hlaupum og þess vegna er skynsamlegt að hafa örlítið rými fyrir tærnar; flestir miða við um það bil vísfingursbridd fyrir framan lengstu tá. Táboxið þarf einnig að leyfa tánum að liggja eðlilega, án þess að litla táin eða stóra táin klemmi til hliðar. Hællinn á að sitja örugglega án þess að renna til, og þétt á að vera um miðjan fótinn en ekki þannig að hann valdi dofa eða sting. Ef þú finnur fyrir þrýstipunkti í búðinni er líklegt að hann verði verri þegar þú ert kominn langt í æfingu.
Snið og stærð
Snið og stærð
Mikilvægasta reglan er snið. Hlaupaskór á að vera þægilegur strax, ekki „skárri eftir nokkrar vikur“. Fóturinn bólgnar oft aðeins upp í hlaupum og þess vegna er skynsamlegt að hafa örlítið rými fyrir tærnar; flestir miða við um það bil vísfingursbridd fyrir framan lengstu tá. Táboxið þarf einnig að leyfa tánum að liggja eðlilega, án þess að litla táin eða stóra táin klemmi til hliðar. Hællinn á að sitja örugglega án þess að renna til, og þétt á að vera um miðjan fótinn en ekki þannig að hann valdi dofa eða sting. Ef þú finnur fyrir þrýstipunkti í búðinni er líklegt að hann verði verri þegar þú ert kominn langt í æfingu.
Maximalistinn - Dempaðir skór
Dropp og Dempun
Dropp og dempun eru tvö atriði sem flestir vanmeta, sérstaklega þegar um hlaupaskó er að ræða. Dropp er hæðarmunurinn milli hæls og táar; hærra dropp getur reynst mildara fyrir kálfavöðva og og hásinina hjá sumum, á meðan lægra dropp færir oft meira álag fram í kálfa og fót. Dempun snýst ekki bara um „mýkt“, heldur líka um hvernig skórinn stýrir hreyfingu og áhrifin þar á þreytu. Mjög mjúkir og háir skór geta verið frábærir á löngum dögum, en sumum finnst þeir óstöðugir . Best er að breyta þessum þáttum hægt; snögg stökk á milli hæðamisunar eða allt aðra dempun getur breytt álagsdreifingu á fæti og orsakað óþarfa verki að æfingarnar sjálfar hafi ekki breyst.
Dropp og Dempun
Dropp og Dempun
Dropp og dempun eru tvö atriði sem flestir vanmeta, sérstaklega þegar um hlaupaskó er að ræða. Dropp er hæðarmunurinn milli hæls og táar; hærra dropp getur reynst mildara fyrir kálfavöðva og og hásinina hjá sumum, á meðan lægra dropp færir oft meira álag fram í kálfa og fót. Dempun snýst ekki bara um „mýkt“, heldur líka um hvernig skórinn stýrir hreyfingu og áhrifin þar á þreytu. Mjög mjúkir og háir skór geta verið frábærir á löngum dögum, en sumum finnst þeir óstöðugir . Best er að breyta þessum þáttum hægt; snögg stökk á milli hæðamisunar eða allt aðra dempun getur breytt álagsdreifingu á fæti og orsakað óþarfa verki að æfingarnar sjálfar hafi ekki breyst.
Þegar kemur að spurningunni um neutral-skó eða sér styrkta skó — hugsum innanfótar- eða utanfótastuðningur — þá er gott að hafa í huga að innhreyfing – að fóturinn falli aðeins inn – er eðlileg hreyfing hjá mörgum. Það er ekki sjálfgefið að þú þurfir „leiðréttingu“ bara vegna þess að slit á gömlum skóm bendi til hennar. Flestir sem eru verkjalausir og finna stöðugleika í skrefinu geta valið neutral-skó án vandræða. Styrktur skór getur þó verið frábær lausn ef þú finnur endurtekið óöryggi í ökkla eða hné, ef þú þreytist sérstaklega að innanverðu í fótum, eða ef þú hefur sögu um meiðsli þar sem aukinn stöðugleiki skiptir máli. Í raun er besta viðmiðið oft einfalt: sá skór sem lætur þér líða öruggast og slakast á hlaupum er líklega sá rétti – óháð merkjum.
Stuðningurinn -Styrktir skór
Að lokum skiptir ending máli – ekki bara fjárhagslega heldur líka líkamlega. Hlaupaskór mýkjast og tapa dempun og stöðugleika við notkun til lengri tíma, Þó hann líti oft „nóg vel út“ að utan. Margir miða við að skór endist nokkur hundruð kílómetra, en raunveruleg ending fer eftir líkamsþyngd, undirlagi, hlaupastíl og efninu í miðsóla. Áreiðanlegasta merkið um að skórinn sé að gefa sig er ekki endilega slit í gúmmíinu heldur ný tilfinning í líkamanum: ef þú færð óútskýrða verki eða finnur að skrefið er ekki jafn öruggt og það áður var, getur verið tímabært að skipta.