vidskiptaskilmalar | utilif.is
ÚtilífThe North FaceOutlet

Viðskiptaskilmálar

Þetta skjal inniheldur þá skilmála sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun Útilífs. Vefverslunin er rekin af okkur, Útilífi, sem er smásölufyrirtæki með íþrótta- og útilífsvörur. Útilíf rekur þrjár verslanir, í Skefunni 11, Smáralind og Kringlunni, auk þessarar vefverslunar. Útilíf er í eigu Útilífs ehf., kt. 690321-0920 og skrifstofa fyrirtækisins er á Laugavegi 182, 105 Reykjavík.

Í þessu skjali er að finna þá skilmála sem gilda um þau viðskipti þín og okkar sem felast í kaupum á vörum í vefverslun okkar.

Í skjalinu er einnig fjallað um hvaða persónuupplýsingar við vinnum með í vefversluninni, tilgang vinnslunnar og heimildir fyrir henni, miðlun persónuupplýsinga og geymslutíma þeirra, auk ýmissa annarra atriða um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við vefverslunina

Þessi útgáfa skjalsins gildir um kaup í vefverslun okkar sem eiga sér stað eftir 1. september 2021.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og Útilíf áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð á vefverslun. Almennt gildir verð í vörukörfu.

Verð í vefverslun Útilífs er ekki ávallt það sama og í verslun.

Öll verð á vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með VSK.

Viðskipti okkar

Við skuldbindum okkur til að birta í vefverslun okkar eins greinargóðar lýsingar og okkur er unnt á þeim vörum sem eru þar til sölu og birta eftir föngum einnig lýsandi ljósmyndir af þeim. Hverri vörulýsingu fylgir vörunúmer sem ræður því hvaða vara er seld hverju sinni.

Ef þú kaupir vöru í vefverslun okkar og staðfestir kaupin með því að gefa upp gilt greiðslukort þitt, sem skuldfærsla tekst á fyrir söluverði og eftir atvikum sendingarkostnaði, þá kemst þar með á samningur milli þín og okkar um kaup á þeirri vöru sem svarar til þess vörunúmers sem þú valdir í vefversluninni. Skuldfært söluverð inniheldur virðisaukaskatt og allan annan aukakostnað okkar af að bjóða þér vöruna til kaups, fyrir utan sendingarkostnað, þar sem hann á við (sjá hér að neðan).

Um slíka samninga og viðskipti okkar að öðru leyti gilda lög um neytendakaup, nú nr. 48/2003, að teknu tilliti til skilmála þessara.

Okkur er ekki skylt að afhenda eða senda þér vöru fyrr en skuldfærsla fyrir kaupunum hefur tekist á uppgefið greiðslukort þitt.

Við berum ekki ábyrgð á að vara sem þú kaupir í vefversluninni:

  • henti í einhverjum ákveðnum tilgangi til dæmis sem þú ætlaðir að nota vöruna í, hvort sem það er tilgangur sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir í eður ei,
  • hafi einhverja tiltekna eiginleika til að bera svo sem varðandi endingu sem ekki koma sérstaklega fram í lýsingu á vörunni í vefversluninni eða
  • verði afhent í einhverjum sérstökum hylkjum eða annars konar umbúðum sem ætlaðar eru til að varðveita eða vernda vöruna.

Ef þú óskar eftir að við sendum þér vöru sem þú kaupir hjá okkur þá kaupum við ekki tryggingar vegna flutnings vörunnar til þín. Sent er á þann afgreiðslustað Íslandspósts eða póstbox sem er næst því heimilisfangi sem þú gefur okkur upp. Upplýsingar um afhendingartíma er hægt að nálgast hjá Íslandspósti í síma 580 1000 á vefsíðunni https://www.postur.is/ . Sendingarkostnaður fyrir pantanir undir 10.000 kr. er 990 kr.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Eftir að þú hefur keypt hjá okkur vöru hefur þú 14 daga til að skila henni í verslun okkar í Smáralind, Hagasmára 1, 200 Kópavogi, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Ef þú ákveður að endursenda vöru þá berð þú ábyrgð á og kostnað af því nema þú  hafir fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. 

Endursendingar á vörum þurfa að berast á þetta heimilisfang: Verslun Útilífs, Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi.

Vinnsla persónuupplýsinga

Tegundir persónuupplýsinga, tilgangur vinnslunnar og heimildir fyrir henni
Til þess að Útilíf geti afgreitt þig í vefversluninni og veitt þér þá þjónustu sem boðið er upp á þarf fyrirtækið að vinna með margs konar persónuupplýsingar, í ýmiss konar tilgangi og á grundvelli ólíkra heimilda. Þetta eru þær persónuupplýsingar sem við öflun beint frá þér en við öflum engra upplýsinga um þig annars staðar frá:

  • Tengiliðaupplýsingar, þ.e. nafn, heimilisfang, netfang og kennitala: Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að tryggja að við sendum þær vörur sem eru keyptar á réttan stað, til að gefa okkur kost á að eiga í samskiptum um vörukaupin og til að tryggja að réttur viðskiptavinur sé skráður sem kaupandi, svo sem vegna reikningagerðar og ef kemur til vöruskila. Þá vinnum við einnig með þær vegna beinnar markaðssetningar ef þú hefur skráð þig á póstlista okkar til að fá tilboð frá okkur en við nýtum ekki upplýsingar um þig eða vörukaup þín til að semja slík tilboð og þau eru ekki að neinu leyti sniðin að þér. Okkur er því nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin, sem og vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur, einkum vegna laga um neytendakaup, virðisaukaskatt og bókhald, auk þess að vera nauðsynleg til að veita þér framangreinda tilboðsþjónustu hafir þú skráð þig á póstlista til að njóta hennar.
  • Greiðsluupplýsingar: Við vistum aldrei greiðslukortanúmer þitt heldur gefum þér, þegar kemur að því að greiða fyrir vörur, samband við greiðslusíðu færsluhirðis þar sem þú slærð sjálf inn greiðslukortanúmer þitt og aðrar upplýsingar um það greiðslukort sem þú notar. Í staðinn fáum við frá færsluhirðinum staðfestingu á að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist og þær upplýsingar vinnum við með í bókhaldslegum tilgangi. Því er okkur nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin og vegna lagaskyldu okkar, svo sem samkvæmt lögum um bókhald.
  • Upplýsingar um vörukaup þín hjá okkur, þ.e. hvaða vörur þú keyptir, hvenær og fyrir hvaða upphæð: Við vinnum með þessar upplýsingar, eins og með tengiliðaupplýsingarnar, sbr. hér að framan, í þeim tilgangi að geta selt og sent þér viðkomandi vörur og til að geta staðið við lagaskyldur okkar. Okkur er því nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar annars vegar vegna samnings þíns og okkar og hins vegar vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur.
    Auk þess að vinna með persónuupplýsingar notum við margs konar ópersónugreinanlegar upplýsingar til að starfrækja vefverslunina, t.d. tölfræðilegar upplýsingar um hvenær viðskiptavinir okkar versla hvaða vörur o.s.frv. Engar slíkar upplýsingar er hægt að rekja til tiltekins viðskiptavinar heldur er einungis um að ræða ópersónugreinanlegar upplýsingar um hópa viðskiptavina.

Miðlun persónuupplýsinga

Þeim persónuupplýsingum um þig sem við vinnum með vegna vefverslunarinnar miðlum við ekki til þriðja aðila, svo sem til utanaðkomandi vinnsluaðila til dæmis til geymslu eða bókhaldsþjónustu, nema í eftirtöldum tilvikum:

  • Netföngum um þá sem óska eftir að fá tilboð í tölvupósti er miðlað til fjöldapóstsendingarþjónustu sem starfar innan EES.
  • Bókhaldsgögn eru afhent innlendum endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt.
  • Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.
  • Afrit af gögnum eru vistuð hjá vottuðum vinnsluaðila okkar innan EES.

Geymslutími

Geymslutími þeirra persónuupplýsinga sem við vinnum með ræðst af þeim tilgangi sem þeirra er aflað í og þeirri heimild sem vinnslan byggist á. Þannig geymum við tengiliðaupplýsingar þínar ásamt upplýsingum um skráningu á póstlista á meðan þú ert skráður notandi vefverslunarinnar. Rétt er að ítreka að notendur geta afskráð sig hvenær sem er og lokað aðgangi sínum fyrirvaralaust.

Við vinnum með upplýsingar um vörukaup þín ásamt greiðsluupplýsingum, þ.e. skuldfærslustaðfestingar frá færsluhirði, í þann tíma sem okkur er skylt vegna ákvæða í lögum um bókhald í lögum, þ.e. nú í minnst 7 ár en ekki lengur en í 10 ár.

Réttindi þín

Þar sem við vinnum, eins og kemur fram hér að framan, með persónuupplýsingar um þig þá hefur þú margs kyns réttindi sem mikilvægt er að þú vitir af:

  • Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að og afriti af persónuupplýsingum þínum hjá okkur, láta okkur leiðrétta þær ef þær eru rangar eða villandi eða láta okkur eyða þeim ef við höfum ekki lengur heimild til að vinna með þær. Þessum réttindum er nánar lýst í lögum um persónuvernd, sbr. nú 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018, Þá átt þú samkvæmt síðarnefndu lagagreininni rétt á að flytja eigin gögn eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú átt einnig rétt á að andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna.
  • Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslunnar. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is.

Varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir héraðsdóm Reykjaness.

Ábyrgðaraðili vinnslunnar og samskiptaupplýsingar

Útilíf ehf. er ábyrgðaraðili þessarar vinnslu persónuupplýsinga og erindi sem tengjast vinnslunni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið vefverslun@utilif.is.

Þessi útgáfa er frá 1. september 2021