Tilboð -40%
Vanadis 3.0 stuttbuxur
V011841
Vörulýsing
Alhliða softshell stuttbuxur hannaðar með þægindi og fjölhæfa notkun í huga.
Vanadis 3.0 stuttbuxurnar eru léttar, endingagóðar og fjölnota útivistarbuxur. Þær eru gerðar úr Light WindStretch™ efni sem býður upp á mikinn sveigjanleika og léttri tilfinningu við húðina en jafnframt góða endingu. Stuttbuxurnar koma nú í örlítið breiðara og lausara sniði, með aukinni hækkun að framan og aftan fyrir meiri þægindi og lengri rennilás. Þær eru einnig með styrkta handvasa og rassvasa með rennilás fyrir verðmætin þín.
Helstu eiginleikar:
- Þjált efni sem þornar hratt
- Tveir vasar að framan með rennilás með hlíf
- Einn rassvasi með rennilás með hlíf
- Þríhyrnt endurskinsmerki
- Lykkjur í mitti fyrir belti
- Létt og látlaus smella í mitti
Tilvaldar í:
- Göngur
- Dagsdaglega notkun
Efnasamsetning:
Buxurnar:
WindStretch™ - 85% Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide, 15% Elastane, 159 g/m²
WindStretch™ er mjúkt skel efni með framúrskarandi slitþol og teygju sem ræður við mikla hreyfingu. Efnið andar vel, losar sig við raka og þornar þannig fljótt. WindStretch™ hefur mjög gott vindþol og Klättermusen nota það í mýkri skel vörur sínar þar sem sveigjanleiki og ending er mikilvæg. WindStrech™ viðheldur útliti sínu, jafnvel eftir mikla notkun án þess að tapa lit og lögun.
DWR (Durable Water Repellent Coating), er meðferð sem veitir vatnsfráhrindandi eiginlega á yfirborð efna. Vatnsþéttan kemur í veg fyrir að efnið mettist af vatni sem hefur bæði áhrif á virkni flíkarinnar og notenda upplifunina. Allar tegundir DWR missa vatnsheldi sína með tímanum vegna slits, þvotta og útfjólublárrar geislunar frá sólinni. Þessi niðurbrot með tímanum krefst þess að endurvirkja efnin sem hægt er að framkvæma heima með DWR spreyi eða þvottaefni. Klättermusen notar DWR sem eru 100% laus við flúorkolefni. Klattermusen voru fyrsta útivistarfyrirtækið til að fjarlægja PFOA (eitt hættulegasta flúorkolefnið) alver úr sínum vörum árið 2008.
Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.
Varan er framleidd án flúor-kolefnis.
Frammistaða:
Þyngd 210g/212g
Lengd á skálm að innan (í stærð M) 16cm/15,5cm Mismunandi á heimasíðu/pdf
MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 6
Flúorkolefnis laus vara Já
* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.
Stærð og snið:
Stöðluð stærð fyrir ytri lög.
Lengd á skálm að innan (í stærð M) 16cm/15,5cm Mismunandi á heimasíðu/pdf
Þvottur og umhirða:
Þvoið í vél á hægum snúning við 40°C. Setjið í þurrkara á lágan hita, eða mest 60°C. Straujið við mest 110°C. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum. Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrhreinsun.