Vale útivistarjakki
V011634
Vörulýsing
Fullkomin einangrun fyrir útivist í köldum aðstæðum.
Vale er tveggja laga jakki tilvalinn sem miðlag á skíði og fjallaferðir, enda gerður sérstaklega til að vinna vel með góðri skel. Endurunna pólýamíðið í Levitend® efninu leyfir jakkanum að anda vel og þorna fljótt á meðan hann heldur á þér hita, án þess að trufla eiginleika skeljarinnar.
Helstu eiginleikar:
- Tveggja laga flík með hlífðarlagi og einangrun
- Meðfærileg og stillanleg hetta sem passar undir hjálm
- Tvíhliða rennilás að framan með hlífðarlagi
- Skásniðinn tvíhliða rennilás sem kemur í veg fyrir núning við háls
- Mjúk hökuhlíf efst á rennilás fyrir aukin þægindi
- Flís-fóðraðir vasar með rennilás sem veita jafnframt auka loftun
- Vasar staðsettir með tilliti til klifurbeltis og bakpoka
- Gat fyrir þumalfingur við erma enda
- Stillanlegur neðri faldur
- WindStretch™ styrking við ermaenda og vasalok
Tilvalinn í:
- Göngur
- Klifur
- Skíði
- Dagsdaglega notkun
Efnasamsetning:
Jakkinn:
100% Endurunnið pólýamíð, 55g/m²
Pólýamíð eru gervi nælon trefjar framleiddar úr hráolíu eða endurnýjanlegum plöntuolíu. Þetta myndar einstaklega sterkt og fjölhæft efni. Endurvinnsla pólýamíðs eykur flækustig framleiðslunnar en útkoman er létt, áreiðanlegt, endingargott efni sem þornar fljótt. Klättermusen var fyrsta útivistarfyrirtækið til að nota endurunnið pólýamíð árið 2009.
Einangrun:
Primaloft® - 64% endurunnið pólýester, 36% pólýester, 125g/m²
PrimaLoft® Gold Active+ er hitahagkvæm einangrun sem veitir einmitt rétta hitastigið, öndun og tvíátta teygju fyrir hina ýmsu útivist. Efnið getur fangað umfram rakagufuna sem safnast upp við mjög mikla hreyfingu.
Bluesign® merkið á efnum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.
Varan er framleidd án flúor-kolefnis.
Frammistaða:
- Þyngd 352 g/420g
- Lengd á baki í miðstærð 72 cm
- Flúorkolefnis laus vara Já
MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 2*
HCR (Heat Conductivity Resistance) HCR 3**
* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.
** Heat Conductivity Resistance (HCR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða varma búnaður hentar fyrir næsta ævintýrið þitt. Kerfið mælir hita vöru á kvarðanum 3 til 9, þar sem 9 gefur mesta hlýju. HCR sameinar muninn á einangrunarefnum, ytri aðstæðum og líkamsnæmi.
Stærð og Snið:
Stöðluð stærð.
Lengd á baki (í stærð M): 72 cm
Þægilegt snið fyrir hreyfingu
Mjög léttur, vatteraður, með smávægilegri teygju
Gat fyrir þumalfingur við erma enda
Þvottur og umhirða:
Þvoið í vél við 30°C eða minna, á hægum snúning. Notið þvottaefni án klórs. Setjið jakkann í þurrkara á lágan hita. Straujið við lágan hita. Setjið ekki í þurrhreinsun.