Tjalve 2.0 bakpoki | utilif.is
ÚtilífThe North FaceOutlet

Tjalve 2.0 bakpoki

V011849

Lítill, léttur ómissandi bakpoki fyrir hraðar dagsgöngur 

Tjalve 2.0 bakpokinn er gerður úr léttu, endurunnu pólýamíð Retina® efni. Svokallað 4-S kerfi deilir þrýstingi og þunga jafnt yfir bringuna. 4-S kerfið í bland við burðarkerfið tryggja að pokinn haldist þétt að þyngdarpunkti líkamans. Stillanlegu axlarólarnar og bakhliðin eru úr 3D-mesh neti fyrir betri öndun. Op að framan auðveldar aðgang að pokanum, stillanleg mittisól, tveir minni hliðarvasar úr neti til að geyma fylgihluti og teygjanlegt snúrukerfi til að festa einangrun eða skeljajakka fljótt. Pokinn er einnig hannaður með vökvakerfi í huga. 

Helstu eiginleikar: 

  • 3D net við bak fyrir öndun
  • Mjúk axlabönd sem anda vel
  • 4-S kerfi deilir þrýstingi og þunga jafnt yfir bringuna
  • Tveir hliðar netvasar með auðveldu aðgengi 
  • Snúrukerfi fyrir utanaðkomandi búnað
  • Hannað með vökvakerfi í huga. 
  • Mál: 45 x 16 x 20 cm

Tilvalinn í:

  • Göngur
  • Klifur
  • Hraðar hreyfingar

Efnasamsetning:

Bakpokinn:

Retina® - 50% Post-Consumer Recycled Polyamide, 50% Pre-Consumer Recycled Polyamide, 70D, 78 g/m² PU Coating

Retina® er heitið fyrir þau ýmsu pólýamíð bakpoka efni sem Klättermusen nota og uppfylla efnin öll strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýamíð (Nylon) eru gervi trefjar sem mynda mjög sterkt og fjölhæft efni með mikið slitþol og góða endingu. Retina® efnið er byggt á pólýamíðum og sérstaklega miðuð að notkun í bakpoka, sem gerir ákveðnar kröfur til efnisins. Þannig er áhersla lögð á að hámarka slitþol og styrk. Klättermusen nota pólýamíð unnin úr endurunnum og lífrænum efnum.

ECONYL® er endurunnið garn sem Klättermusen nota til að vörur þeirra séu sjálfbærari. Endurheimtur plastúrgangur úr veiðinetum, dúkleifum og gólfteppum, svo eitthvað sé nefnt, er flokkaður og hreinsaður á sérstakan máta. Úr því er eins mikið nælon og hægt er að fá, tekið til hliðar og nýtt í efnið. Þetta einstaka hreinsunarferli þýðir að úrgangurinn er endurnýjaður aftur í sama hreinleika og nælon. Þannig hefur efnið þann möguleika á að vera endurunnið aftur og aftur, en þó viðhalda upprunalegum gæðum.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 256g/261g 

Flúorkolefnis laus vara
Vatnsþéttleiki >300 - 7000 mm

Tilvalin þyngd í poka 3kg

Mál H45xB20xD16

Stærð og snið:

Burðarkerfi nálægt líkamanum

Baklengd líkamans 40-49cm

Fyrirhugaðir aukahlutir:

Flöskuhaldari

Talstöðva vasi