Sif vindjakki | utilif.is
ÚtilífÚtsölumarkaðurTNF

Sif vindjakki

V011635

Ofurléttur, fjölhæfur vindheldur jakki hannaður fyrir hraðar hreyfingar. 

Tæknilegur og fjölhæfur jakki með léttri teygju fullkominn fyrir hvers kyns hreyfingu í blíðskaparveðri. Jakkinn er gerður úr nýja teygjanlega Ultralight Oculus® Ripstop efninu frá Klättermusen gert úr 100% endurunnu pólýester. Efnið er hljóðlaust og þornar fljótt, slitsterkt og endingargott þrátt fyrir að vera létt og þunnt. Jakkinn er með tvíhliða, skásniðnum, léttum rennilás til að koma í veg fyrir núning, brjóstvasa með rennilás og stillanlegar teygjur við erma enda, hettu og bak. Hægt er að pakka jakkanum inn í brjóstvasann. Sif vindjakkinn er hagnýtur búnaður fyrir hvaða ævintýri sem er.

Helstu eiginleikar: 

  • Ofurlétt, fljótþornandi og mjúkt efni
  • Léttur, skásniðinn tvíhliða rennilás að framan
  • Brjóstvasi með rennilás
  • Hægt er að pakka jakkanum inn í brjóstvasann
  • Endurskinsmerki á ermum, í kringum hettuna og aftan á faldi
  • Teygja við hettu, ermar og fald að aftan til að þrengja að 

Tilvalinn í:

  • Hraðar hreyfingar

Efnasamsetning:

Oculus® - 100% Post-Consumer Recycled Polyester

Oculus® er samheiti yfir pólýester fatnaðarefni Klättermusen, framleitt í samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýester gleypir nánast ekkert vatn, er slitsterkt og krumpast lítið, sem gerir það tilvalið til notkunar í bakpokum og fatnaði til útiveru.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 150g/153,5g Mismunandi á heimasíðu/pdf

Lengd á baki (í stærð M) 75cm

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 2
Flúorkolefnis laus vara

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og snið:

Stöðluð stærð fyrir ytri lög.
Efnið er smá teygjanlegt. 

Þvottur og umhirða:

Þvoið jakkann í vél við 40°C. Setjið í þurrkara á hæst 60°C. Straujið við mest 110°C.

Notið þvottaefni án klórs. Ekki setja jakkann í þurrhreinsun.