Narfi stuttermabolur | utilif.is
ÚtilífOutletThe North Face

Narfi stuttermabolur

V011629

Léttur bolur úr merínóullar blöndu sem andar vel og þornar fljótt 

Narfi er léttur stuttermabolur með klassískt útlit fyrir hraðskreiðar göngur og aðrar hraða hreyfingu. Narfi er gerður úr Wuru® Jersey efninu frá Klättermusen sem er blanda af merínóull fyrir náttúrulega hlýju og öndun í bland við Coolmax® trefjatækni, sem veitir kælandi og rakagefandi gæði. Notkun merínóullar dregur úr kuldatilfinningu gegn húðinni sem getur stafað af rökum bómullar trefjum. Endurskinsmerki eru að framan fyrir aukinn sýnileika. 

Helstu eiginleikar: 

  • Merínóullar blanda fyrir náttúrulega hitastillingu og öndun
  • Fljótþornandi efni fyrir hraðar hreyfingar 
  • Endurskinsmerki fyrir sýnileika
  • Saumar smíðaðir fyrir minna núningi
  • Hliðarsaumar færðir aftar 

Tilvalinn í:

  • Göngur
  • Klifur
  • Hjól
  • Hraðar hreyfingar

Efnasamsetning:

Wuru® - 50% Merino Wool, 50% Post-Consumer Recycled Polyester 

Wuru® er blandaða ullin frá Klättermusen unnin í samræmi við kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Ullin er náttúrulega bakteríudrepandi, hrindir frá sér lykt og að sjálfsögðu einstaklega hlý. Klättermusen nota ull frá mismunandi uppruna eftir tilgangi, staðsetningu og æskilegri frammistöðu. Allt frá þunnri og mjúkri merínó ull, sem hentar frábærlega í snertingu við líkamann, til sterkrar íslenskrar ullar, sem mest er notuð í bólstrun. Ullin er svo blönduð við, til dæmis, pólýamíði, pólýester eða Tencel™ til að fá þá eiginleika sem Klättermusen vill kalla fram hverju sinni. Ullin frá Klättermusen er alltaf 100 prósent mulesing og klórlaus.

Oculus® er samheiti yfir pólýester fatnaðarefni Klättermusen, framleitt í samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýester gleypir nánast ekkert vatn, er slitsterkt og krumpast lítið, sem gerir það tilvalið til notkunar í bakpokum og fatnaði til útiveru.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

  • Þyngd 210 g
  • Lengd á baki í M 74 cm
  • Flúorkolefnis laus vara

Stærð og snið:

Stöðluð stærð. 

Stöðluð erma lend. 

Efnið er teygjanlegt. 

Þvottur og umhirða:

Þvoið bolinn á röngunni, á hægum snúningi í vél við 30°C. Notið þvottaefni án klórs. Ekki setja bolinn í þurrhreinsun. Straujið við hæst 110°C. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum.