Tilboð -40%
Nal jakki
V011834
Vörulýsing
Léttur vindjakki með hettu fyrir hvers kyns notkun sem krefst hreyfifrelsis.
Hagnýtur vindjakki fyrir mikla virkni og frjálsa hreyfingu. Nal vindjakkinn með hettu veitir fullkomna vindvörn fyrir hinar ýmsu aðstæður. Jakkinn er með endurskinsmerki bæði að framan og aftan fyrir sýnileika og rennilás fyrir flautu til öryggis. Jakkinn er hljóðlátur, sveigjanlegur og léttur, úr bluesign® samþykktu Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide.
Helstu eiginleikar:
- Hár háls fyrir sólarvörn
- Vasar með rennilásum staðsettir með bakpoka og klifurbelti í huga
- Teygja við erma enda
- Stillanlegur og teygjanlegur neðri faldur
- Endurskinsmerki að framan og aftan
- Léttir rennilásar
- Aðsniðin hetta
- Mjúk hálshlíf
- Rennilás fyrir flautu að framan
Tilvalinn í:
- Göngur
- Klifur
- Hraða hreyfingu
Efnasamsetning:
Levitend® - 50% Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide, 50% Polyamide, 69 g/m²
Levitend® eru sérstök Klättermusen efni byggð á pólýamíð og öðrum trefjum svo sem pólýester og elastane. Hlutföll og efnablandan fer eftir fyrirhugaðri notkun hverju sinni. Markmið Klättermusen er að búa til Levitend® efnin í fullu samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði.
Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.
Varan er framleidd án flúor-kolefnis.
Pólýamíð eru endingargóðir og sterkir trefjar sem auka endingartíma varanna sem innihalda það. Ultramid® Biomass Balance Polyamide hefur sömu hágæða eiginleika og hefðbundið pólýamíð, en er mun sjálfbærara. Við framleiðslu á Ultramid® Biomass Balance Polyamide er ákveðið magn af jarðefna auðlindum skipt út fyrir samsvarandi magn af endurnýjanlegu hráefni, svo sem lífgasi. Klättermusen fjárfestir eingöngu í 100% endurnýjanlegum hráefnum. Klattermusen er einnig fyrsta útivistarmerkið sem notar þessa trefjar í sinni framleiðslu.
Frammistaða:
Þyngd 265g/257g Mismunandi á heimasíðu/pdf
Lengd á baki í stærð M 75cm/77cm Mismunandi á heimasíðu/pdf
MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 4
Flúorkolefnis laus vara Já
* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.
Stærð og snið:
Stöðluð stærð
Efnið er mjög létt, andar vel og teygjanlegt
Þvottur og umhirða:
Þvoið jakkann í vél við 40°C. Notið þvottaefni án klórs. Straujið við lágan hita. Óhætt að setja í þurrhreinsun.