Misty 2.0 útivistarbuxur | utilif.is

Misty 2.0 útivistarbuxur

V011835

Endingargóðar alhliða buxur sem sameina sveigjanleika og styrk.

Slitsterkar buxur tilvaldar í útivist þar sem sambland af teygju og harðgerð er krafist. Buxurnar bjóða upp á teygju sem klifrarar og göngugarpar þurfa en eru janframt nógu harðgerðar til að takast á við krefjandi notkun. Buxurnar eru gerðar úr hinu margsannaða WindStretch™, skel efni sem er mjúkt og þægilegt að innan. Sniðið er hannað með hámarks hreyfigetu í huga, með fyrirfram beygðum hné-brotum, teygjanlegu efni, stillanlegum fald og krókum fyrir reimar. Buxurnar eru styrktar með Duracoat™ á álagssvæðum til að tryggja góða endingu. WindStretch™ efnið notar hið viðurkennda Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide.

Helstu eiginleikar:

  • Létt og látlaus smella í mitti
  • Duracoat™ styrkingar lag á álagssvæðum 
  • Fyrirfram beygð hné-brot
  • Teygjanlegur, stillanlegur faldur og krókar fyrir reimar
  • Tveir renndir skálmavasar, annar með símahólf
  • Opnir vasar að framan og einn rassvasi með rennilás
  • Skásniðinn innriskálmasaumur
  • Þríhyrnt endurskinsmerki að framan og aftan til að auka sýnileika

Tilvaldar í:

  • Göngur
  • Klifur

Efnasamsetning:

Buxurnar:

WindStretch™ – 70% Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide, 20% Polyester, 10% Elastane, 180 g/m²

WindStretch™ er mjúkt skel efni með framúrskarandi slitþol og teygju sem ræður við mikla hreyfingu. Efnið andar vel, losar sig við raka og þornar þannig fljótt. WindStretch™ hefur mjög gott vindþol og Klättermusen nota það í mýkri skel vörur sínar þar sem sveigjanleiki og ending er mikilvæg. WindStrech™ viðheldur útliti sínu, jafnvel eftir mikla notkun án þess að tapa lit og lögun.

Styrking:

Duracoat™

Duracoat™ er einstök yfirborðsmeðferð sem Klättermusen hefur þróað til að bæta endingu á svæðum sem oft verða mjög slitin. Um er að ræða húðun sem er borin sérstaklega á viðkvæma staði eins og axlir eða olnboga og eykur slitþol um allt að fimmfalt. Yfirborðsmeðferð þýðir að engir auka saumar eða lög af efnum eru bætt við, á sama tíma og það heldur efninu mjög sveigjanlegu. Þannig er endingin bætt án þess að auka þyngd flíkarinnar eða veikja efnið með saumum. Duracoat™ er þannig tilvalið fyrir þá lipurð sem fjallgöngumenn krefjast. Duracoat™ hefur orðið tákn fyrir bæði vísindalega þekkingu og nýstárlega hugsun Klättermusen-hefðarinnar.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 336 g/466 g 

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 6
Flúorkolefnis laus vara

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og snið:

Stöðluð stærð

Lengd á skálm að innan (í stærð L) 80,5 cm

Þvottur og umhirða:

Þvoið í vél við 40°C eða minna, á hægum snúning. Notið þvottaefni án klórs. Setjið í þurrkara á lágum hita. Straujið á lágum hita. Setið ekki í þurrhreinsun.