Måne W útivistarleggings | utilif.is
ÚtilífOutletThe North Face

Måne W útivistarleggings

V011639

Þéttar hlaupabuxur fyrir hraðar göngur, hlaup og hreyfingu í krefjandi aðstæðum.

Måne eru fyrstu hlaupabuxurnar frá Klättermusen. Þær eru þéttar, mjúkar og endingargóðar. Efnið er gert úr sterku, endurunnu pólýesteri sem prjónað er við þétt teygjuefni. Efnið er traust, heldur lögun sinni og eiginleikum þrátt fyrir mikla notkun og þvott. Måne buxurnar eru hannaðar með hærra mitti fyrir þægindi og stuðning á hlaupum og með netvasa að aftan fyrir orkustangir eða vindjakka. 

Helstu eiginleikar: 

  • Netvasi í mitti að aftan
  • Öryggisvasi í mitti að aftan
  • Lógó sem endurskinsmerki 
  • Hátt mitti

Tilvaldar í:

  • Hlaup
  • Göngur
  • Hraðar hreyfingar

Efnasamsetning:

Oculus® - 78% Post-Consumer Recycled Polyester, 22% Elastane, 50D, 259 g/m²

Oculus® er samheiti yfir pólýester fatnaðarefni Klättermusen, framleitt í samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýester gleypir nánast ekkert vatn, er slitsterkt og krumpast lítið, sem gerir það tilvalið til notkunar í bakpokum og fatnaði til útiveru.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Alþjóðleg vottun um endurvinnslu.

Frammistaða:

Þyngd 252g

Lengd á skálm að innan 71 cm
Flúorkolefnis laus vara

Stærð og snið:

Aðsniðnar sem grunnlag.
Efnið er teygjanlegt. 

Þvottur og umhirða:

Þvoið buxurnar á röngunni, í vél við 40°C. Setjið í þurrkara við lágan hita, hæst 60°C. Straujið á röngunni við hæst 110°C. Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrhreinsun. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum.