Laufey stuttbuxur | utilif.is
ÚtilífThe North FaceOutlet

Tilboð  -40%

Laufey stuttbuxur

V011641

Léttar vindheldar stuttbuxur hannaðar fyrir hraðar hreyfingar.

Léttar stuttbuxur sem þorna fljótt og eru tilvaldar í hraðar gönguferðir og klifur í sumar. Buxurnar eru gerðar úr léttu 74g Levitend® active efninu sem þornar fljótt, er mjúkt og slétt gegn húðinni án þess að festast við hana. Saumarnir eru sem fæstir til að forðast núning og staðsettir með aukna hreyfigetu í huga. Buxurnar eru með teygju í mitt sem er auðstillanleg og með endurskini, lykkju að aftan til að hengja buxurnar á snaga og rassvasa með rennilás fyrir verðmæti. Laufey stuttbuxurnar hafa yfirburða vindvörn, hreyfanleika og endingu. 

Helstu eiginleikar: 

  • Sveigjanlegt, létt og fljótþornandi efni
  • Fáir saumar til að forðast núningi
  • Endurskinsband og smáatriði fyrir sýnileika
  • Teygjanlegt mittisband
  • Renndur rassvasi fyrir verðmæti
  • Lykkja að aftan til að hengja upp á snaga

Tilvaldar í:

  • Göngur
  • Klifur
  • Hraðar hreyfingar

Efnasamsetning:

Ultramid® – 50% Ultramid® Biomass Balanced Polyamide, 50% Polyamide, 74 g/m²

Pólýamíð eru endingargóðir og sterkir trefjar sem auka endingartíma varanna sem innihalda það. Ultramid® Biomass Balance Polyamide hefur sömu hágæða eiginleika og hefðbundið pólýamíð, en er mun sjálfbærara. Við framleiðslu á Ultramid® Biomass Balance Polyamide er ákveðið magn af jarðefna auðlindum skipt út fyrir samsvarandi magn af endurnýjanlegu hráefni, svo sem lífgasi. Klättermusen fjárfestir eingöngu í 100% endurnýjanlegum hráefnum. Klattermusen er einnig fyrsta útivistarmerkið sem notar þessa trefjar í sinni framleiðslu.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 82,5g

Lengd á skálm að innan 8,5 cm

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 4
Flúorkolefnis laus vara

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og snið:

Þessi vara er í minni kantinum, mælt er með að velja stærri stærð
Efnið er smá teygjanlegt. 

Þvottur og umhirða:

Þvoið buxurnar í vél við hæst 40°C. Setjið í þurrkara við lágan hita. Straujið við mest 110°C.

Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrhreinsun. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum.