Hödur hettupeysa | utilif.is
ÚtilífOutletThe North Face

Hödur hettupeysa

V011627

Millilaga hettupeysa hönnuð fyrir gönguferðir allan ársins hring. 

Rennd og létt en jafnframt hlý millilaga hettupeysa sem andar vel. Þægilegt snið sem veitir frábært hreyfifrelsi og góða öndun í lengri ævintýrum. Hödur hettupeysan er úr fjórum mismunandi efnum sem saman mynda sterka heild. Vatnsheldur pólýester til verndar, pólýamíð fyrir teygju, ull fyrir hlýju og elastane fyrir sveigjanleika. Mjúkt, burstað efni að innan og sterkt prjón að utan sem veitir fullkomna blöndu af öndun, hlýju og endingu. Peysan er með skásniðinn rennilás að forðast óþægindi við höku, þétta hettu sem passar undir skel eða hjálm og tvo handvasa með rennilás og ullarfóðri til að auka þægindi.

Helstu eiginleikar: 

  • Aðsniðin hetta
  • Engir saumar á öxlum útiloka núning við bakpoka
  • Skásniðinn, tvíhliða rennilás
  • Hökuhlíf
  • Tveir handvasar með rennilás og ullarfóðri
  • Saumar sem láta lítið á sér bera
  • Búin til í Evrópu

Tilvalin í:

  • Göngur
  • Skíða 
  • Dagsdaglega notkun

Efnasamsetning:

Endurunnin ull gefur gömlum og slitnum flíkum nýtt líf og er þannig frábær leið að aukinni sjálfbærni. Ítalska endurunna ullin sem Klättermusen notar er söfnuð alls staðar að úr heiminum, bæði sem gömlum flíkum og afskurður úr framleiðslu. Efnin eru flokkuð eftir trefjainnihaldi og litum, hreinsuð og minnkuð aftur í trefjar. Úr þessum trefjum er nýtt efni spunnið og prjónað í nýjar, hlýjar og notalegar flíkur. Klättermusen notar endurunna ull mikið í vörurnar sínar. Það sparar talsvert vatn og kemur að sjálfsögðu í veg fyrir að gamlar flíkur endi á urðunarstöðum. Þetta ferli dregur úr losun koltvísýrings um 83 prósent miðað við að nota jómfrúar ull. Endurvinnsla ullar sem aðferð hefur verið notuð í Evrópu í mörg hundruð ár.

Frammistaða:

  • Þyngd 615 g
  • Lengd á baki í L 79 cm
  • Flúorkolefnis laus vara

Þvottur og umhirða:

Þvoið við hægan snúning í vél við 30°C. Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrkara né þurrhreinsun.