Tilboð -40%
Helheim skyrta
V011630
Vörulýsing
Þægileg og fljótþornandi langerma skyrta hönnuð fyrir göngur.
Létt og þægileg langerma skyrta gerð úr náttúrulegum efnum, hönnuð með gönguferðir allan ársins hring í huga. Ofin úr blöndu af lífrænum bómul og Kapok trefjum sem saman skapa mjúkt efni sem andar vel, þornar fljótt og er náttúrulega bakteríudrepandi. Helheim skyrtan hefur sérstaka eiginleika frábæra í gönguna, þar á meðal stóran brjóstvasa með rennilás, enga sauma á öxlum til að forðast núning við bakpoka, kraga sem hægt er að loka fyrir vindinn og tölur til að bretta upp ermarnar. Þrátt fyrir að skyrtan sé hönnuð fyrir gönguferðir eru hún auðvitað einnig tilvalin í dagsdaglea notkun.
Helstu eiginleikar:
- Stillanlegir erma faldar með rifu fyrir öndun og samanbrot
- Brjóstvasi með rennilás og tölu að framan
- Hægt er að hneppa kraganum upp til að hindra vind
- Lykkja að aftan til að hengja skyrtuna upp
- Lykkja fyrir gleraugu
- Tölur úr endurunnu hampi
Tilvalin í:
- Göngur
- Dagsdaglega notkun
Efnasamsetning:
60% Lífrænn bómull, 20% Tencel®, 20% Kapok, 140 g/m²
Tencel® er vörumerki fyrir lyocell, trefjar sem eru gleypnari en bómull, mýkri en silki og kaldari en hör. Lykillinn að því að nota Tencel® næst húðinni eru náttúrulegir bakteríudrepandi eiginleikar sem myndast þegar raki er fluttur inn í trefjarnar og kemur í veg fyrir að vatnsfilma myndist á trefjunum. Tencel® er búið til úr viðarkvoða sem er leyst upp og gerð að trefjum. Það eru sellulósa trefjar eins og í viskósu, en framleiðsluferlið er mildara fyrir umhverfið. Tencel® krefst minni orku og vatns, enginn klór er notaður og úrgangsefnin eru í lágmarki og talin skaðlaus. Þegar vara sem framleidd er úr Tencel® hefur náð endanlega endingartíma er hægt að endurvinna hana og einnig er hún niðurbrjótanleg.
Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.
Varan er framleidd án flúor-kolefnis.
Frammistaða:
- Þyngd 320 g
- Lengd á baki í L 80 cm
- Flúorkolefnis laus vara Já
Stærð og snið:
Stöðluð stærð.
Stöðluð erma lend.
Efnið er smá teygjanlegt.
Þvottur og umhirða:
Þvoið í vél við 40°C. Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrhreinsun. Setjið í þurrkara við lágan hita, hæst 60°C. Straujið við hæst 110°C. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum.