Gere 3.0 útivistarbuxur | utilif.is

Þessi vefur notast við vafrakökur til þess að bæta upplifun þína af netversluninni okkar. Skoða nánar

ÚtilífThe North FaceOutlet

Gere 3.0 útivistarbuxur

V011833

Slitsterkar, vindheldar buxur með smá teygju og frábærri endingu.

Gere 3.0 karla buxurnar eru fullkomnar fyrir fjallgöngumenn, leiðsögumenn og fagmenn sem þurfa áreiðanlegan búnað. Buxurnar eru gerðar úr Klättermusen Levitend® efnablöndu sem er bæði vindheld og verndar gegn skordýrastungum (t.d. frá moskítóflugum), en einnig teygjanleg og endingargóð. Buxurnar eru með rennilás á hliðum fyrir loftun, krókum á neðri fald fyrir reimar, nóg af vösum, lykkjum í mitti fyrir belti og meðfylgjandi teygjanlegt belti. 

Helstu eiginleikar:

  • Tveir renndir skálmavasar, annar með símahólf
  • Rennilás (með hlífðarlagi) fyrir loftun á skálmum
  • Krókar fyrir reimar
  • Skásniðinn innri skálma saumur
  • Styrktur neðri faldur
  • Teygjanlegur, stillanlegur faldur
  • Endurskin

Tilvaldar í:

  • Göngur
  • Klifur
  • Leiðangra

Efnasamsetning:

Buxurnar:

Levitend® - 95% Ultramid® Bio-Mass Balanced Polyamide, 5% Elastane, 284 g/m²

Levitend® eru sérstök Klättermusen efni byggð á pólýamíð og öðrum trefjum svo sem pólýester og elastane. Hlutföll og efnablandan fer eftir fyrirhugaðri notkun hverju sinni. Markmið Klättermusen er að búa til Levitend® efnin í fullu samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði.

Styrking:

Oculus® Icebreaker - 100% Post-Consumer Recycled Polyester, 155 g/m²

Oculus® er samheiti yfir pólýester fatnaðarefni Klättermusen, framleitt í samræmi við strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýester gleypir nánast ekkert vatn, er slitsterkt og krumpast lítið, sem gerir það tilvalið til notkunar í bakpokum og fatnaði til útiveru.

Bluesign® merkið á efnum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

DWR (Durable Water Repellent Coating) er meðferð sem veitir vatnsfráhrindandi eiginlega á yfirborð efna. Vatnsþéttan kemur í veg fyrir að efnið mettist af vatni sem hefur bæði áhrif á virkni flíkarinnar og notenda upplifunina. Allar tegundir DWR missa vatnsheldi sína með tímanum vegna slits, þvotta og útfjólublárrar geislunar frá sólinni. Þessi niðurbrot með tímanum krefst þess að endurvirkja efnin sem hægt er að framkvæma heima með DWR spreyi eða þvottaefni. Klättermusen notar DWR sem eru 100% laus við flúorkolefni. Klattermusen voru fyrsta útivistarfyrirtækið til að fjarlægja PFOA (eitt hættulegasta flúorkolefnið) alver úr sínum vörum árið 2008.

Frammistaða:

Þyngd 845,5g/900g    

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 6

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og snið:

Stöðluð stærð fyrir ytra lag. 

Lengd á skálm að innan (í stærð L) 85 cm

Teygjanlegt efni

Þvottur og umhirða:

Þvoið í vél við 40°C. Setjið ekki í þurrkara né þurrhreinsun. Notið þvottaefni án klórs. Straujið við hámarkshita 110°c. Gufustraujárn getur valdið óafturkræfum skemmdum.