Gaut Messenger Bag taska | utilif.is
ÚtilífThe North FaceOutlet

Gaut Messenger Bag taska

V011844

Endingargóð taska sem minnir á skilaboðaskjóðu, hönnuð með fartölvu í huga.

Þægilega, endingargóð axlataska tilvalin fyrir dagsdaglega notkun hvort sem það er í útivist eða á leið í vinnuna. Gaut taskan er gerð úr 400D Retina® efninu sem er úr endurunnu Econyl® garni, en þessi efnablanda er einstaklega endingargóð. Taskan er með bólstraðri, stillanlegri axlaról og þriggja punkta krókfestingu svo hún passi þétt að líkamanum en viðhaldi um leið gott aðgengi þrátt fyrir að vera á bakinu. Aðalhólfið opnast með löngum rennilás sem gefur þér fullan aðgang að innanverðri töskunni. Þar er 13" fartölvuhulstur og pennahólf á annarri hliðinni, og renndur vasi fyrir verðmæti ásamt netvasa á hinni hliðinni til að auðvelda skipulagningu. Að utan er stór vasi að framan sem lokast með teygju og krók og er stækkanlegur til að koma fyrirferðarmeiri hlutum eins og heyrnartólum fyrir.

Helstu eiginleikar: 

  • Renndur aðalvasi með hliðar aðgengi 
  • Stækkanlegur vasi að framan
  • Bólstruð axlaról með þriggja punkta festingu 
  • Skipulagsvasar að innan
  • Spennulásar á axlaról fyrir þægindi
  • Fartölvuhulstur, passar fyrir 13" fartölvur

Tilvalinn í:

  • Dagsdaglega notkun

Efnasamsetning:

Taskan:

Retina® – 40% Polyamide, 30% Post-Consumer Recycled Polyamide, 30% Pre-Consumer Recycled Polyamide, 400D, 251 g/m²

PU Coating

Retina® er heitið fyrir þau ýmsu pólýamíð bakpoka efni sem Klättermusen nota og uppfylla efnin öll strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýamíð (Nylon) eru gervi trefjar sem mynda mjög sterkt og fjölhæft efni með mikið slitþol og góða endingu. Retina® efnið er byggt á pólýamíðum og sérstaklega miðuð að notkun í bakpoka, sem gerir ákveðnar kröfur til efnisins. Þannig er áhersla lögð á að hámarka slitþol og styrk. Klättermusen nota pólýamíð unnin úr endurunnum og lífrænum efnum.

Styrking:
Hardur® - 65% Polyamide, 22% Polyester, 13% Aramid, 270 g/m²

Hardur® er Aramid (Kevlar® trefjar) styrkingar efnið frá Klättermusen. Í Hardur® teygjunni er einstaklega sterkt pólýamíði ofið saman við teygjanlega trefja, sem skilar sér í sérstakri blöndu af teygju, mýkt og góðri endingu. Aramid (Kevlar® trefjar) er búið til úr para-aramíð trefjum. Síðan þeir voru fundnir upp árið 1965 hafa þessar trefjar verið notaðar í margs konar virkni og notkun. Aramid trefjar eru enn fremstir til að tryggja endingu, slitþol og virkni í efni og búnaði. Venjulegir Hardur® trefjar eru notaðir fyrir slitvörn með fastri lögun og Stretch Hardur® trefjar fyrir buxur, jakka og annan búnað, þar sem þeir veita vernd án þess að hindra hreyfingu eða sveigjanleika. Kevlar® er skráð vörumerki hlutdeildarfélaga DuPont de Nemours, Inc.

Skylcoat® er PU húðun frá Klättermusen sem þau nota sérstaklega fyrir efnin yst á bakpokum sínum til að auka vatnsheldi. Skylcoat® hefur aukið slitþol samanborið við venjulega DWR meðferð, sem gerir það mjög hentugut fyrir bakpokaefni. Vörur með Skylcoat® húð munu haldast þurrar og verndaðar í mörg ár.

Bluesign® merkið á vörum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Alþjóðleg vottun um endurvinnslu.

Frammistaða:

Þyngd 333g/339g 

Flúorkolefnis laus vara
Vatnsþéttleiki >1500 mm

Tilvalin þyngd í tösku 5kg

Mál H29xB35xD8

Stærð og snið:

Stillanleg baklengd 42-54 cm