E Redster S7 Pt svigskíði m/bindingum | Atomic | utilif.is
ÚtilífThe North Face

E Redster S7 Pt svigskíði m/bindingum

AA0030614-V001


Atomic REDSTER S7 + MI 12 GW eru svigskíði fyrir þá sem vilja meirinákvæmni, stöðugleika og hraða á troðnum brekkum. Nýja línan fyrir tímabilið 25/26 sameinar keppnisgrunninn úr Redster línunni og þægindin sem Atomic er þekkt fyrir. Blandan skilar sér í skemmtilegum og afkastamiklum síðum sem rífa brekkuna í sig. Þau hafa verið fastagestur hjá okkur á demo dögum upp í Bláfjöllum og þau sem prófa S7 skíðin koma skælbrosandi á þeim niður.

Lykileiginleikar REDSTER S7 skíðanna

  • Slalomsnið með stuttum radíus sem hentar fyrir hraðar, stuttar beygjur á vel troðnum brekkum.
  • Dura Cap hliðarbygging sem verndar kant og skíðin gegn höggum og rispum og lengir þannig líftíma skíðanna.
  • Power Woodcore viðarkjarni með titanal-lagi (TI Powered) sem skilar veitir þér stöðuga og góða tilfiningu fyrir brekkunni þegar hraðinn eykst.
  • Full camber/Active Camber snið sem tryggir gott kantsnið, sérstaklega á harðri eðahálli brekku.

MI 12 GW bindingar – stöðug festing fyrir nútíma skíðaskó

Með pakkanum fylgja Atomic MI 12 GW bindingar sem eru hannaðar fyrir bæði hefðbundna og GripWalk skíðaskó. Bindingarnar eru léttar, sveigjanlegar og auðvelt er að stilla þær án verkfæra.

  • DIN stilling upp í 12, sem hentar bæði lengra komnum sem þeim sem vilja eiga eitthvað inni eftir fyrsta skíðaparið.