Bure 15L bakpoki | utilif.is
ÚtilífThe North FaceOutlet

Bure 15L bakpoki

V011646

Harðgerður bakpoki hannaður fyrir dags- fjallgöngur og klettaklifur.

Bure bakpokinn er hannaður til að halda góðu skipulagi á öllu sem þú þarft fyrir dagsferðir á fjöllin. Bure 15 lítra bakpokinn er gerður úr léttu og endingargóðu efni sem stenst vel viðkomu skarpra steina á leiðinni. Bakpokinn er hannaður með þyngdarafl í huga og er þyngdarmiðjan staðsett næst miðju líkamans þegar klifrað er. Ytra lag pokans er fullkomlega aðlagað til klifurs og hjálpar til við að koma í veg fyrir að flækjast í steinum eða karabínum. Hægt að festa hjálm og karabínur í lykkjur utan á bakpokanum sem og ólina ofan á bakpokanum en hana er einnig hægt að nota til að festa reipi. S-laga axlaböndin veita mikið hreyfifrelsi. Op er fyrir vatnsslöngu og netvasi til að geyma vatnsblöðruna innan á bakpokanum, ásamt renndum vasa fyrir verðmæti.

Helstu eiginleikar: 

  • S-laga axlabönd anda vel og auka hreyfifrelsi
  • Bringubeins ólar með 4 punkta festingu fyrir frjálsa hreyfingu og stöðugleika
  • Rennilás á hliðinni tryggir aðgengi að botni
  • Aukin ending með Aramid styrkingu á botninum
  • Aukið skyggni með þríhyrningslaga endurskinsmerki
  • Flauta á rennilás til að vekja athygli í neyðartilvikum
  • Lykkja og snúra til að tryggja að ekkert detti úr töskunni þegar þú klifur
  • Aukinn stöðugleiki með stillanlegri hæð og mittisól
    Mál: 46 x 15 x 28 cm

Tilvalinn í:

Göngur
Klifur

Efnasamsetning:

Bakpokinn:

60% Recycled Polyamide, 40% Polyamide, 40% Polyamide

Pólýamíð eru gervi nælon trefjar framleiddar úr hráolíu eða endurnýjanlegum plöntuolíu. Þetta myndar einstaklega sterkt og fjölhæft efni. Endurvinnsla pólýamíðs eykur flækustig framleiðslunnar en útkoman er létt, áreiðanlegt, endingargott efni sem þornar fljótt.  Klättermusen var fyrsta útivistarfyrirtækið til að nota endurunnið pólýamíð árið 2009.

Styrking:
Hardur® - 65% Polyamide, 22% Polyester, 13% Aramid (Kevlar® fibers)

*Kevlar® is a trademark or registered trademark of affiliates of DuPont de Nemours, Inc.

Hardur® er Aramid (Kevlar® trefjar) styrkingar efnið frá Klättermusen. Í Hardur® teygjunni er einstaklega sterkt pólýamíði ofið saman við teygjanlega trefja, sem skilar sér í sérstakri blöndu af teygju, mýkt og góðri endingu. Aramid (Kevlar® trefjar) er búið til úr para-aramíð trefjum. Síðan þeir voru fundnir upp árið 1965 hafa þessar trefjar verið notaðar í margs konar virkni og notkun. Aramid trefjar eru enn fremstir til að tryggja endingu, slitþol og virkni í efni og búnaði. Venjulegir Hardur® trefjar eru notaðir fyrir slitvörn með fastri lögun og Stretch Hardur® trefjar fyrir buxur, jakka og annan búnað, þar sem þeir veita vernd án þess að hindra hreyfingu eða sveigjanleika. Kevlar® er skráð vörumerki hlutdeildarfélaga DuPont de Nemours, Inc.

ECONYL® er endurunnið garn sem Klättermusen nota til að vörur þeirra séu sjálfbærari. Endurheimtur plastúrgangur úr veiðinetum, dúkleifum og gólfteppum, svo eitthvað sé nefnt, er flokkaður og hreinsaður á sérstakan máta. Úr því er eins mikið nælon og hægt er að fá, tekið til hliðar og nýtt í efnið. Þetta einstaka hreinsunarferli þýðir að úrgangurinn er endurnýjaður aftur í sama hreinleika og nælon. Þannig hefur efnið þann möguleika á að vera endurunnið aftur og aftur, en þó viðhalda upprunalegum gæðum.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 500g/455g Mismunandi á heimasíðu/pdf

Flúorkolefnis laus vara
Vatnsþéttleiki >1500 - 7000 mm

Tilvalin þyngd í poka 5kg

Mál H38xB28xD16.5

Stærð og snið:

Burðarkerfi nálægt líkamanum

Baklengd líkamans 40-49cm

Fyrirhugaðir aukahlutir:

Flöskuhaldari

Talstöðva vasi

Teygjanleg gíról