Brimmer 32L bakpoki | utilif.is

Brimmer 32L bakpoki

V011846

Léttur og stillanlegur göngubakpoki fullkominn fyrir lengri dagsferðir eða nokkra nætur ferðir.

Brimer 32L bakpoki er léttur göngubakpoki gerður fyrir lengri dagsferðir eða styttri næturævintýri. Brimer 32L er með úthugsaðan burðar strúktúr sem fylgir hreyfingum líkamans um leið og hann veitir fullan stuðning við mikla þyngd. Axla- og mittisólar anda vel enda hannaðar til að hámarka þægindi og hreyfigetu í krefjandi aðstæðum. Hægt er að nota göngu-vatnsslöngu með göngubakpokanum. Botninn á pokanum er styrktur með Aramid fyrir aukna endingu. Utan á bakpokanum er lykkjur og snúrur til festa utanaðkomandi búnað. 

Helstu eiginleikar: 

  • Aramid styrktur botn fyrir aukna endingu
  • Grunnur fyrir göngu vatnsslöngu
  • Teygjur fyrir auðvelda geymslu og þjöppun
  • Auðstillanleg axlabönd sem anda vel
  • Sterk en létt ytri álgrind
  • Stillanleg baklengd
  • Lok með renndum vasa og krókum
  • Stórir hliðarvasar sem lokast vel
  • Snúrukerfi fyrir auðvelda festingu á utanaðkomandi búnað

Tilvalinn í:

  • Göngur
  • Hraða hreyfingu
  • Dagsdaglega notkun

Efnasamsetning:

Bakpokinn:

Retina® - 50% Post-consumer Recycled Polyamid, 50% Pre- Consumer Recycled Polyamid, 210 denier, 190 g/m² Surface coated (face) TPU laminate (back)

Retina® er heitið fyrir þau ýmsu pólýamíð bakpoka efni sem Klättermusen nota og uppfylla efnin öll strangar kröfur þeirra um sjálfbærni og gæði. Pólýamíð (Nylon) eru gervi trefjar sem mynda mjög sterkt og fjölhæft efni með mikið slitþol og góða endingu. Retina® efnið er byggt á pólýamíðum og sérstaklega miðuð að notkun í bakpoka, sem gerir ákveðnar kröfur til efnisins. Þannig er áhersla lögð á að hámarka slitþol og styrk. Klättermusen nota pólýamíð unnin úr endurunnum og lífrænum efnum.

Styrking:
Hardur® - 65% Polyamide, 22% Polyester, 13% Aramid (Kevlar® fiber*), 270 g/m²

*Kevlar® is a trademark or registered trademark of affiliates of DuPont de Nemours, Inc.

Hardur® er Aramid (Kevlar® trefjar) styrkingar efnið frá Klättermusen. Í Hardur® teygjunni er einstaklega sterkt pólýamíði ofið saman við teygjanlega trefja, sem skilar sér í sérstakri blöndu af teygju, mýkt og góðri endingu. Aramid (Kevlar® trefjar) er búið til úr para-aramíð trefjum. Síðan þeir voru fundnir upp árið 1965 hafa þessar trefjar verið notaðar í margs konar virkni og notkun. Aramid trefjar eru enn fremstir til að tryggja endingu, slitþol og virkni í efni og búnaði. Venjulegir Hardur® trefjar eru notaðir fyrir slitvörn með fastri lögun og Stretch Hardur® trefjar fyrir buxur, jakka og annan búnað, þar sem þeir veita vernd án þess að hindra hreyfingu eða sveigjanleika.Kevlar® er skráð vörumerki hlutdeildarfélaga DuPont de Nemours, Inc.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 1019g 

Flúorkolefnis laus vara
Vatnsþéttleiki >7000 - 10 000 mm

Tilvalin þyngd í poka 10kg

Mál H55xB28xD21

Stærð og snið:

Stillanleg baklengd 42-54 cm

Fyrirhugaðir aukahlutir:

Flöskuhaldari

Talstöðva vasi

Teygjanleg gíról