Asynja útivistarbuxur | utilif.is
ÚtilífÚtsölumarkaðurTNF

Asynja útivistarbuxur

V011636

Léttar fjögurra árstíða, vatnsheldar buxur sem auðvelt er að pakka saman. 

Asynja buxurnar eru tilvalin skel í göngu þegar allra veðra von, enda einstaklega vatnsheldar. Buxurnar eru léttar og pakkanlegar en jafnframt slitsterkar og áreiðanlegar. Buxurnar eru búnar til úr hinu vandaða Cutan® efni sem Klättermusen framleiða sjálf. Cutan® efnið andar vel, er vatnshelt, meðfærilegt og framleitt án flúor-kolefnis. Lokað er sérstaklega fyrir sauma á Asynja buxunum til að fullkomna vatnsheldni. Asynja vörulínan frá Klättermusen samanstendur af léttum, vatnsheldum ytri lögum, með Asynja sett í bakpokanum getur ekkert veður stoppað þig.  

Helstu eiginleikar:

  • Hálf sídd buxnanna er með tvíhliða rennilás fyrir loftun
  • Teygja aftan á mittinu sem aðlagast líkamanum 
  • Einn rassvasi með rennilás
  • For-brot yfir hné fyrir aukna hreyfigetu 
  • Efnin neðst í faldi skálmanna, við hné og í mitti styrkt fyrir aukna endingu
  • Stillanleg skálma breidd og neðri faldur með krókum fyrir reimar

Tilvaldar í:

  • Göngur
  • Klifur

Efnasamsetning:

Buxurnar:

3L Cutan® - 100% Recycled Polyamide, 103 g/m²

Cutan® er sérhæfð Klättermusen vatnsheldi- og loftunartækni þróuð til að bæta efni, bæði hvað varðar frammistöðu og sjálfbærni, með PTFE-fríum himnum sem eru flúor-kolefnislausar í framleiðslu. Cutan® efnin eru mjúk, meðfærileg og framleidd án flúor-kolefnis.

Styrking:

Icebreaker® - 100% Post-Consumer Recycled Polyester

Icebreaker er létt og sterkt efni sem Klättermusen nota aðallega til styrkingar. Efnið hefur mikið slitþol og er furðu þunnt, veitir styrk án þess að skapa umfang. Þannig er efnið fullkomið til þess að loka vösum eða samskeitum á flíkum. Slétt yfirborðið leyfir hvorki snjó né ís að festast sem gerir Icebreaker tilvalið efni fyrir svæði eins og buxnafeld. 

Bluesign® merkið á efnum Klättermusen þýðir að varan uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi neytenda með því að nota efni og tækni sem sparar auðlindir og lágmarkar umhverfisáhrif. Klättermusen hefur verið bluesign® kerfisfélagi síðan 2007.

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 335g

Lengd á skálm að innan 81 cm

Flúorkolefnis laus vara

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 10
Vatnsþéttleiki >20000 mm

Öndun >20 000 g/m2/24h

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og Snið:
Þessi vara er í staðlaðri stærð, mælt er með að velja þá stærð sem þú ert vön.

Lengd á skálm að innan (í stærð M) er 81 cm.

Létt efni sem andar, ekki teygjanlegt

Þvottur og umhirða:

Þvoið í vél við 30°C eða minna, á hægum snúning. Notið þvottaefni án klórs. Setið í þurrkara við lágan hita til að endurvirkja vatnsheldni. Setjið ekki í þurrhreinsun. Þvoið buxurnar reglulega.