Ansur vindjakki | utilif.is

Ansur vindjakki

V011831

Vindheldur jakki fullkominn í gönguna.  

Ansur er léttur og fjölhæfur jakki úr 100% lífrænum bómull. Hannaður án hettu til að draga úr þyngd og gera hann enn pakkanlegri. Jakkinn andar vel en er jafnframt vindheldur og hrindir frá sér vatni, þökk sé einstöku lífræna bómullarefninu, Katla Cotton®. Bómullinn er ofinn með styrkingartækni sem gerir jakkann slitsterkan og þar með tilvalinn í krefjandi göngur. Jakkinn inniheldur mörg tæknileg atriði án þess að skerða þægindin. Ansur vörulínan frá Klättermusen er eingöngu úr lífrænum efnum sem bjóða þó upp á svipaða eiginleika og gerviefnin sem þau koma í staðinn fyrir. 

Helstu eiginleikar: 

  • Vindhelt efni sem hrindir frá sér vatni
  • Hökuhlíf efst á rennilás fyrir aukin þægindi
  • Tvíhliða rennilás fyrir aukna öndunar möguleika
    Stillanlegur og teygjanlegur neðri faldur 
  • Gat fyrir þumalfingur við erma enda eykur vindheldni
  • Vasar með rennilásum staðsettir með bakpoka og klifurbelti í huga
  • Engir saumar á öxlum útiloka núning við bakpoka
  • Mjúkur að innan, lokað fyrir sauma að utan

Tilvalinn í:

  • Göngur

Efnasamsetning:

Katla Cotton® er byggt á rannsóknum á náttúrulegum ferlum og fyrirbærum, til að veita þá hentugu eiginleika sem gerviefni hafa. Bómullinn er meðhöndlaður með þrýstingi og hita til að líkjast jarðfræðilegri þjöppun, sem leiðir til vindheldni, vatnsfráhrindandi eiginleikum og góðri öndun. Með því að bæta rip-stop styrkingartækninni við efnið eykst styrkurinn til muna og gerir það að verkum að efnið þolir mikið álag.

Alþjóðleg vottun um lífræn efni.  

Varan er framleidd án flúor-kolefnis.

Frammistaða:

Þyngd 276g/293g 

Lengd á baki í miðstærð 73 cm

MFR (Mass Flow Resistance)* MFR 8
Flúorkolefnis laus vara

* Mass Flow Resistance (MFR) kerfið hjálpar þér að ákveða hvaða vind- og vatnsheldni búnaður hentar best fyrir næsta ævintýrið þitt. MFR tekur mið af því hversu auðveldlega loft fer í gegnum efni og hvernig mismunandi loftslag hefur áhrif á líkamshita þinn.

Stærð og snið:

Þessi vara er í staðlaðri stærð, mælt er með að velja þá stærð sem þú ert vanur.

Þvottur og umhirða:

Þvoið í vél við 40°C. Notið þvottaefni án klórs. Setjið ekki í þurrkara né þurrhreinsuns. Straujið við mest 150°C.